Notandi:Steinunn Ásmundsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Steinunn Ásmundsdóttir er fædd árið 1966 í Reykjavík. Ferðalög innanlands og vítt um veröldina, ljóðagerð, blaðamennska, starf að náttúruvernd og landvarsla voru helstu viðfangsefni hennar fram undir þrítugsaldurinn. Hún settist þá að á Egilsstöðum, stofnaði fjölskyldu og starfaði sem blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins á Austurlandi í hartnær áratug og sem ritstjóri héraðsfréttablaðsins Austurgluggans um skeið. Hún dró sig fyrir nokkrum árum í hlé frá fjölmiðlavinnu og gekkst skáldskapnum á hönd að nýju. Steinunn hefur verið félagi í Rithöfundasambandi Íslands frá árinu 1992.

Útgefið efni:

Manneskjusaga skáldævisaga, Bókaútgáfan Björt, 2018.

Áratök tímans ljóð, útg. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi, 2018.

Hin blíða angist ljóð frá Mexíkó, útg. Yrkir, 2017.

Yrkir.is - vefur/birtingarvettvangur hugverka Steinunnar Ásmundsdóttur, opnaður 2016.

Hús á heiðinni ljóð frá Þingvöllum, útg. Andblær, 1996.

Dísyrði ljóð, útg. Goðorð, 1992.

Einleikur á regnboga ljóð, útg. Almenna bókafélagið, 1989.

Ljóð, sögur og greinar í safnritum, tímaritum og blöðum og þættir/innslög á ljósvaka.