Fara í innihald

Notandi:Lindajohannesd/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Starfsbraut FVA

[breyta | breyta frumkóða]

Starfsbraut FVA var formlega stofnuð árið 1993 og er hún ætluð fötluðum nemendum auk nemenda sem hafa fengið mikla sérkennslu í grunnskóla (sbr. 34. gr. laga nr.92/2008 um framhaldsskóla, með vísun til 2. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra). Fyrstu árin var gert ráð fyrir að nemendur brautskráðust að loknu tveggja ára námi. Á haustönn 2001 var námstíminn lengdur og gert ráð fyrir að nemendur brautskráist eftir fjögurra ára nám.

Loftmynd af Akranesi

Skipan náms

[breyta | breyta frumkóða]

Nám á Starfsbraut FVA er áætlað fjögur námssár. Námið er skipulagt í áföngum og er bæði bóklegt og starfstengt. Námsgreinar skiptast í einingabæra áfanga og er námið sniðið að sérþörfum hvers og eins og kostur er. Nemandi getur lagt stund á námsáfanga sem boðið er upp á innan starfsbrautarinnar (S – merktir áfangar) ásamt því að taka valda námsáfanga af almennum námsbrautum skólans, allt eftir þörfum hvers og eins. Í þeim tilfellum þegar nemendur starfsbrautar taka áfanga af almennum námsbrautum þá geta þeir fengið við það verulegan stuðning af starfsbrautinni (T – merktir áfangar).

Markmið náms

[breyta | breyta frumkóða]
  • að nemendur fái einstaklingsmiðuð námstækifæri
  • að nemendur fái tækifæri til þess að takast á við verkefni í samræmi við eigin færni og hæfileika
  • að stuðla að bættri sjálfsmynd nemenda
  • að auka sjálfstæði, ábyrgð og frumkvæði nemenda
  • að nemendur fái aukin tækifæri til að komast út á vinnumarkað að loknu námi


  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.