Notandi:GudmundurR

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Ragnar Frímann Vignisson kom í heiminn 2.júlí á því herrans ári 1992 móður sinni til mikillar gleði á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Guðmundur Ragnar hefur allt frá því hann fór að standa í báðar labbir hjálparlaust stundað íþróttir að kappi í höfuðsstað Norðurlands, Akureyri þar sem hann hefur búið lengst af en hann er ættaður frá paradís austursins, Seyðisfirði. Þar á hann margar minningar frá bernskuárunum og blóð hans og hugur leitar ætíð til austurs því hann kann hvergi betur við sig en í kyrrðinni og hreina andrúmsloftinu sem fyrirfinnst víða á Austurlandi. Guðmundur Ragnar hefur æft knattspyrnu og handbolta að eldmóði frá unga aldri en hugur hans hefur á síðustu misserum umbreyst í átt til frekari fróðleiksfýsni í forma bóka og menntunar.Guðmundur stundaði nám við Verkmenntaskólann á Akureyri þar sem hann útskrifaðist af listnámsbraut síðla vors árið 2013. Guðmundur sótti um námsdvöl við Háskólann á Bifröst um haustleytið seinna sama ár og hóf þar grunnám í HHS(Hagfræði, Heimspeki og Stjórnmálafræði). Guðmundur hefur afar vítt og breytilegt áhugasvið en þegar ég ræddi við hann síðast þá er hann farinn að hafa mikinn áhuga á framhaldssnámi sem felur í sér samblöndu af stjórnmálum og landafræði. Leið hans liggur út fyrir landssteinanna að útskrift lokinni en hann hefur sérstakan áhuga á Suður-Kákasus svæðinu, þar sem þrífast líkt og annars staðar á jörðinni ríki sem ekki hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenningar, en þau viðurkenna tilvistarrétt hvors annars.