Notandaspjall:Steinunnanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Velkomin(n) á íslensku Wikipediu!

Takk fyrir að skrá þig á frjálsa alfræðiritið. Við erum afar þakklát fyrir framlag þitt til þessa samvinnuverkefnis. Meginreglurnar eru einungis þrjár og þær eru afar einfaldar: á Wikipediu eru engar frumrannsóknir, allt er skrifað frá hlutlausu sjónarmiði og það þarf að vera hægt að staðfesta upplýsingar í öðrum heimildum.

  • Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna og nýliðanámskeiðið, þá er þetta tilvalinn tími!
  • Leiðbeiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru gagnlegar fyrir byrjendur. Einnig eru gagnlegar ábendingar á síðunni Að skrifa betri greinar.
  • Hafðu engar áhyggjur af tæknilegum atriðum, því það er til svindlsíða.
  • Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
  • Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga og samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt fróðlegt um aðra notendur og margt fleira sniðugt.
  • Einnig er hjálpin ómissandi ef þú vilt fræðast nánar um Wikipediu.

Ég vona að þú njótir þín vel hér á íslensku Wikipediunni. Hikaðu ekki við að hafa samband við mig á spjallsíðu minni ef þú hefur einhverjar spurningar. Gangi þér vel!

--Jabbi 17. mars 2009 kl. 12:36 (UTC)

Don't speak Icelandic? Post {{#babel:is-0}} on your user page or add more languages into your babel box.

Framsóknarflokkurinn[breyta frumkóða]

Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna þú hendir eftirfarandi textabút úr greinni um Framsóknarflokkinn:

Að kvöldi 6. janúar 2009 skráðu 70 manns sig í Framsóknarfélag Reykjavíkur. Fjórtán fyrri flokksmeðlimir, þ.á.m. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður flokksins og Sæunn Stefánsdóttir ritari flokksins, sendu frá sér ályktun þar sem þau sögðust hafa orðið „vitni að fjandsamlegri yfirtöku á félaginu.“ Á fundi félagsins sem haldinn var sama kvöld var lagður fram og samþykktur nýr listi flokksmanna úr félaginu sem innihélt einhverja af nýju meðlimunum sem sækja munu landsfund flokksins sem er í janúar 2009.

Vinsamlegast útskýrðu. Mbk --Jabbi 17. mars 2009 kl. 12:37 (UTC)

Mér finnst þessi texti bara engann veginn eiga rétt á sér á þessum stað. Eins og ég skil wikipedia eiga grunnupplýsingar um tiltekið efni að vera efst og þessi textabútur flokkast engann veginn undir það ! Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Steinunnanna (spjall) · framlög

Þú hefur misskilið tilgangi Wikipedia. Vissulega eiga grunnupplýsingar að vera efst en það þýðir ekki að við endurskrifum söguna að Orwellískum hætti eftir því hvað okkur þykir henta. Kynntu þér vel máttarstólpana góðu. --Jabbi 17. mars 2009 kl. 13:14 (UTC)

Fyrirgefðu en eins og þetta lítur út núna finnst mér bara eins og það sé verið að gera lítið úr flokknum og þeim sem í honum eru. það sem ég tók út og breytti var bara til þess að gera textan hlutlausari því að mínu mati er hann núna eins og ég segi að það sé verið að reyna að gera lítið úr flokknum Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Steinunnanna (spjall) · framlög

Sitt sýnist hverjum geri ég ráð fyrir. Þér er frjálst að breyta greininni eins og öðrum. --Jabbi 17. mars 2009 kl. 17:52 (UTC)

P.S. til þess að skrifa undir það sem þú ritar á spjallsíðum notaðu --~~~~ --Jabbi 17. mars 2009 kl. 17:53 (UTC)

Ég ítreka það Steinunn Anna að þú verður að sýna fram á góða ástæðu þess að fjarlægja upplýsingar af síðu. Þessi tiltekni textabútur sem þú hefur nú tvívegis reynt að fjarlægja hlýtur að vera markverður í umfjöllun um flokkinn. --Jabbi 19. mars 2009 kl. 21:02 (UTC)

Þessi texti kemur umfjöllun um flokkinn bara ekkert við. Þú ert þarna að vitna í einhvern einn fund og fyrirgefði að mér finnst (og ég er ekki ein um það) að þú sért með þessum textabút aðeins vera eð reyna að láta framsóknarflokkinn líta illa út. Tiltekinn fundur var ekki á vegum framsóknarflokksins hann var á vegum undirfélags flokksins það er að segja Framsóknarfélugunum í reykjavík og ég tel þess vegna að ef að þér líði eitthvað betur með að koma þessum texta að á wikipedia að þá ættirðu frekar að setja hann undir framsókn í reykjavík! Steinunnanna 19. mars 2009 kl. 23:55 (UTC)

Þetta eru reyndar ágætis rök, efnisgreinin fjallar um fund í undirfélagi í Reykjavík en ekki almennan flokksfund og ályktunin sem um ræðir varðar meinta yfirtöku á félaginu en ekki á flokknum. Ég held að það sé allt í lagi að fjarlægja efnisgreinina úr innganginum að greininni um flokkinn. Það mætti kannski koma þessu að í kafla um sögu flokksins? --Cessator 20. mars 2009 kl. 00:04 (UTC)

Finnst hann þó frekar eiga heima þar en í innganginum Steinunnanna 20. mars 2009 kl. 00:07 (UTC)

Ég er sammála ykkur að því leytinu til að þetta þarf ekki að vera í inngangstextanum. Það sem mælir með því hins vegar er sú staðreynd að þetta er mjög nýlegur viðburður og markverður eins og ég mun útskýra. Framsóknarflokkurinn starfar á landinu öllu, til þess rekur hann staðbundin flokksfélög eins og Framsóknarfélag Reykjavíkur, sem endurspeglar Reykjavíkurkjördæmin tvö (22 þingmenn af 63) fyrir önnur kjördæmi eru flokksfélög fyrir smærri staði, fyrir Norðausturkjördæmi (10 þingmenn af 63), eru 23 staðbundin félög eins og Framsóknarfélag Hörgárbyggðar og Framsóknarfélag Vopnafjarðar (sjá nánar hér). Framsóknarfélag Reykjavíkur er er vissulega á vegum Framsóknarflokksins og það að ekki sé um að ræða almennan flokksfund dregur ekki úr mikilvægi þessa. Í lögum flokksins segir:
8.4. - Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir flokksþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett. Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
 
Hér er því um að ræða þá fulltrúa aðildarfélags sem endurspeglar þriðjung af þingsætunum! Er það nokkur furða að fyrrverandi formaður flokksins, og fleiri, sendi frá sér ályktun þar sem þau kalla þetta "fjandsamlega yfirtöku"? 70 nýir meðlimir þýðir svigrúm til þess að senda a.m.k. 4 nýja fulltrúa á flokksþingið og munar um minna. Þetta teljast ekki beint venjuleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum. Þau eru svo sannarlega markverð. Mér þykir miður Steinunn að þú skulir saka mig um að reyna að láta Framsóknarflokkinn líta illa út. Ef Framsóknarflokkurinn lítur illa út þá getur hann sjálfum sér um kennt, hann þarf ekki mína aðstoð við. --Jabbi 20. mars 2009 kl. 10:00 (UTC)