Norges gamle love indtil 1387

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norges gamle love indtil 1387 – skammstafað NGL – er heildarútgáfa á norskum lögbókum og réttarbótum (til 1387), sem varðveittar eru.

Árið 1830 samþykkti norska Stórþingið að leggja fram fé til að gefa út hin fornu lög og réttarbætur Noregs. Rudolf Keyser tók við verkinu 1834 og vann að því mörg ár með Peter Andreas Munch, að skrifa upp handrit í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Á árunum 1846–1849 komu svo út fyrstu þrjú bindin: Norges gamle love indtil 1387.

Síðar var haldið áfram með útgáfuna, og gaf Gustav Storm út 4. bindið 1885, og loks gaf hann út 5. bindið 1895 í samvinnu við Ebbe Hertzberg. Í 5. bindinu eru skrár og ítarlegt orðasafn yfir lögbækurnar. Útgáfan er enn að miklu leyti í fullu gildi, þó að gotneskt letur sem lagatextarnir eru prentaðir með, sé ekki aðgengilegt nútímalesendum.

Nokkrir íslenskir lagatextar eru í útgáfunni.

Efni bókanna[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta bindi[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrsta bindi eru lögbækur og réttarbætur frá því fyrir 1264, þ.e. frá dögum Hákonar gamla og eldri.

Annað bindi[breyta | breyta frumkóða]

Í öðru bindi eru lögbækur og réttarbætur frá dögum Magnúsar lagabætis, 1264–1280:

Þriðja bindi[breyta | breyta frumkóða]

Í þriðja bindi eru 134 réttarbætur frá árabilinu 1280–1387, og statútur erkibiskupa. Meðal réttarbótanna má nefna:

Fjórða bindi[breyta | breyta frumkóða]

Í fjórða bindi eru viðaukar við fyrstu þrjú bindin, lýsing þeirra handrita sem notuð voru og ítarefni. Meðal viðaukanna eru:

  • Brot úr lögbókum sem fundist höfðu í Ríkisskjalasafninu norska, m.a.:
  • Tíu blöð og blaðhlutar úr lögbók með hendi Hauks lögmanns Erlendssonar, með (Gulaþings)landslögum Magnúsar lagabætis, bæjarlögum hans og hirðskrá.
  • Jónsbók, hin forna lögbók Íslendinga.

Fimmta bindi[breyta | breyta frumkóða]

Í fimmta bindi eru nokkrar viðbætur, orðasafn (Glossarium), leiðréttingar o.fl. Meðal viðaukanna eru:

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]