Fara í innihald

Norðursjávarolía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norski borpallurinn Statfjord A árið 1982. Til vinstri á rauðum súlum er starfsmannabúðapallurinn Polymariner. Efst til hægri og neðst til vinstri brennur umframjarðgas.

Norðursjávarolía er sameiginlegt heiti á því kolvetni (þ.e. olíu og gasi) sem liggur undir botni Norðursjávar. Fyrstu olíulindirnar á Norðursjávarsvæðinu voru uppgötvaðar í upphaf sjöunda áratugsins og síðan hafa flest lönd í kringum Norðursjóinn hafið vinnslu á þessari verðmætu auðlind. Framleiðsla á olíu náði hámarki árið 1999 þegar dagsframleiðsla var 1 milljóna m², en jarðgassframleiðsla náði 1 milljarða m² hámarki nokkrum árum síðar. Síðan þá hefur framleiðslan farið minnkandi.

Olíu- og gasslindir Norðursjávar eru meðal þeirra stærstu sem fundnar hafa verið frá heimsstyrjöldinni síðari. Þær myndu þó eingöngu dekka olíueftirspurn heimsins í þrjú ár. Norðursjór hefur að geyma mestu olíuauðlindir Evrópu og er eitt mesta olíuvinnslusvæði utan yfirráðasvæðis Samtaka olíuframleiðsluríkja (OPEC).

Norðursjávarolía hefur haft áberandi áhrif á efnahagslíf, atvinnumarkaði og orkunotkun viðkomandi landa. Mestu áhrifin hafa verið í Noregi og Bretlandi, en Holland, Danmörk og í minni mæli Þýskaland hafa öll notið góðs af lindunum.

Í janúar 2015 var Norðursjór virkasta úthafsborunarsvæði heims með 173 virkum borpöllum. Í maí 2016 dróg lækkandi olíuverð töluvert úr arðbærni olíuvinnslu á Norðursjávarsvæðinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.