Njósnarinn með þúsund andlitin

Njósnarinn með þúsund andlitin er unglingasaga eftir Henri Vernes.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Í þessari bók hittum við þá Bob Moran og Bill Ballantine. Það var að kvöldi dags, er þeir voru staddir í Belgíu og voru að fara í heimsókn til hins fræga prófessors Flandre, en hann var þekktur kjarnorkufræðingur og gamall vinur Bob. En af einhverjum ástæðum hafði skurður verið grafinn í gengum heimtröðina, svo vinirnir urðu að leggja það á sig að ganga heima að húsinu. Þeir voru komnir gegnum garðshliðið og áttu eftir svo sem fimmtíu faðma heima að húsinu, þegar þeir snarstönzuðu allt í einu. Innan úr íbúð prófessorsins kvað við hátt og skerandi vein - angistaróp, og svo óp kvennmannsraddar, sem æpti: Hjálp, hjálp. - Bob og vinur hans, Skotinn, litu fyrst hvor á annan. En án þess að kæla orð tóju þeir á rás heim að húsinu. - Það er óþarfi að skýra það nánar fyrir lesendum bókarinnar: Hér hefst atburðarás sögunnar - dularfull - æsispennandi - ævíntýrarík - og auðvitað kemst Bob vinur okkar í hann krappann eins og í fyrri bókum sínum.
Aðalpersónur
[breyta | breyta frumkóða]Bob Moran, Bill Ballantine, Prófessor Flandre, Nadine Flandre, Van Eyck, Jan Merks, X ofursti
Sögusvið
[breyta | breyta frumkóða]Brussel, Antwerpen, Belgía
Bókfræði
[breyta | breyta frumkóða]- Titill: Njósnarinn með þúsund andlitin
- Undirtitill: Æsispennandi drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
- Á frummáli: L'espion aux cent visages,
- Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
- Fyrst útgefið: 1960
- Höfundur: Henri Vernes
- Þýðandi: Magnús Jochumsson
- Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
- Útgáfuár: 1965