Nicola Sturgeon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nicola Sturgeon

Nicola Ferguson Sturgeon (f. 19. júlí 1970) er fimmti og núverandi æðsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins. Hún er fyrsta konan sem hefur hlotið aðra hvora stöðu. Hún er fulltrúi fyrir kjördæmið Glasgow Southside.

Hún útskrifaðist í lögfræði við háskólann í Glasgow og vann svo í Glasgow sem lögmaður. Hún var kosin í Skoska þingið í fyrsta skiptið árið 1999 og var skuggaráðherra fyrir menntun, heilbrigði og dómsmál. Árið 2004 tilkynnti framboð sitt til leiðtoga Skoska þjóðarflokksins eftir þáverandi leiðtoginn John Swinney sagði af sér. Samt sem áður dró hún framboð sitt til baka og studdi Alex Salmond þess í stað.

Alex Salmond sagði af sér sem leiðtogi flokksins og æðsti ráðherra Skotlands eftir ósigur hans í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Tilnefningar til stöðunnar voru kynntar í nóvember sama ár, en Sturgeon var eini frambjóðandinn. Hún varð formlega leiðtogi flokksins 14. nóvember 2014, og tók við af Salmond sem æðsti ráðherra þann 19. nóvember.

Fyrirrennari:
Alex Salmond
Æðsti ráðherra Skotlands
(20. nóvember 2014 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.