Fara í innihald

Nicola Sturgeon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nicola Sturgeon
Nicola Sturgeon árið 2021.
Æðsti ráðherra Skotlands
Í embætti
20. nóvember 2014 – 28. mars 2023
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
Karl 3.
ForveriAlex Salmond
EftirmaðurHumza Yousaf
Persónulegar upplýsingar
Fædd19. júlí 1970 (1970-07-19) (54 ára)
Irvine, Ayrshire, Skotlandi
StjórnmálaflokkurSkoski þjóðarflokkurinn
MakiPeter Murrell ​(g. 2010)
HáskóliHáskólinn í Glasgow
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Nicola Ferguson Sturgeon (f. 19. júlí 1970) er fimmti og fyrrverandi æðsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins. Hún er fyrsta konan sem hefur hlotið aðra hvora stöðu. Hún er fulltrúi fyrir kjördæmið Glasgow Southside.

Hún útskrifaðist í lögfræði við háskólann í Glasgow og vann svo í Glasgow sem lögmaður. Hún var kosin í Skoska þingið í fyrsta skiptið árið 1999 og var skuggaráðherra fyrir menntun, heilbrigði og dómsmál. Árið 2004 tilkynnti framboð sitt til leiðtoga Skoska þjóðarflokksins eftir þáverandi leiðtoginn John Swinney sagði af sér. Samt sem áður dró hún framboð sitt til baka og studdi Alex Salmond þess í stað.

Alex Salmond sagði af sér sem leiðtogi flokksins og æðsti ráðherra Skotlands eftir ósigur hans í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Tilnefningar til stöðunnar voru kynntar í nóvember sama ár, en Sturgeon var eini frambjóðandinn. Hún varð formlega leiðtogi flokksins 14. nóvember 2014, og tók við af Salmond sem æðsti ráðherra þann 19. nóvember.

Sturgeon tilkynnti afsögn sína úr embætti æðsta ráðherra Skotlands þann 15. febrúar 2023 í kjölfar deilna um lagafrumvarp um kynrænt sjálfræði sem hafði verið samþykkt á skoska þinginu en hafnað af breska þinginu.[1]

Sturgeon var handtekin þann 11. júní 2023 í tengslum við lögreglurannsókn á meintu fjármálamisferli Skoska þjóðarflokksins.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Bjarki Sigurðsson (15. febrúar 2023). „Sturgeon segir af sér“. Vísir. Sótt 15. febrúar 2023.
  2. Auður Ösp Guðmundsdóttir (11. júní 2023). „Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli“. Vísir. Sótt 11. júní 2023.


Fyrirrennari:
Alex Salmond
Æðsti ráðherra Skotlands
(20. nóvember 201428. mars 2023)
Eftirmaður:
Humza Yousaf


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.