News Corp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

News Corp er bandarískt fjölmiðlafyrirtæki sem var stofnað árið 2013 utan um dagblaða-, tímarita- og bókaútgáfuhluta News Corporation. Hinn hlutinn, 21st Century Fox, tók við ljósvakamiðlum fyrirtækisins. Rupert Murdoch, stofnandi News Corporation, er stjórnarformaður News Corp. Höfuðstöðvar News Corp eru á Manhattan í New York-borg. Meðal dótturfyrirtækja News Corp eru News UK, Dow Jones & Company, News Corp Australia, New York Post og HarperCollins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.