New Forest-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning.
Beiki.

New Forest-þjóðgarðurinn er þjóðgarður í suður-Englandi rétt vestur af Southampton. Hann er staðsettur í þremur sýslum; Hampshire, Wiltshire og Dorset. Skóglendið þar er leifar af náttúrulegri framvindu trjátegunda eftir ísöld eins og birki, beyki og eik. Skógurinn var yfirlýstur konunglegur skógur eftir að Vilhjálmur sigursæli komst til valda árið 1079. Ríkari réttur kom árið 1698 og breski sjóherinn notaði timbur þaðan. Verndun kom með the New Forest Act árið 1877. Þó voru tré felld fyrir heimstyrjaldirnar tvær á 20. öldinni. Frekari verndun kom síðar og árið 2005 var stofnaður þjóðgarður í kringum svæðið. Megnið af svæðinu er enn í eigu bresku krúnunnar en stofnunin Forest commission stjórnar svæðinu.

Flatarmál New forest er 566 km2, þar af eru:

  • 146 km2 af laufskógi.
  • 118 km2 af heiðalöndum og graslendi.
  • 33 km2 af heiðavotlendi
  • 84 km2 af gróðursettum trjáplöntum síðan á 18. öld.

Fjölbreytt fugla og skordýralíf er á svæðinu. Einnig eru villt spendýr og tamin. New forest-hesturinn er sérstakt folaafbrigði. Einnig eru ýmis hjartardýr og minni spendýr. Allar þrjár tegundir snáka á Bretlandi eru í þjóðgarðinum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „New Forest National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. apríl. 2017.