Ned Block
Útlit
Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar | |
---|---|
Nafn: | Ned Joel Block |
Fæddur: | 1942 |
Skóli/hefð: | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu viðfangsefni: | hugspeki, hugfræði, meðvitund |
Áhrifavaldar: | Alan Turing |
Ned Joel Block (fæddur 1942) er bandarískur heimspekingur sem vinnur einkum á sviði hugspeki og hugfræði og rannsókna á mannlegri meðvitund.
Menntun og starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Block lauk doktorsgráðu frá Harvard-háskóla undir leiðsögn Hilarys Putnam og var um árabil prófessor í heimspeki við Tækniháskólann í Massachusetts (MIT). Nú kennir hann við heimspekideild New York-háskóla (NYU).
Heimspeki
[breyta | breyta frumkóða]Block er frægur Blockhead-rökin gegn Turing-prófinu sem prófi á vitsmunum en rökin setti hann fram árið 1981 í frægri ritgerð sem heitir Psychologism and Behaviourism. Hann er einnig kunnur fyrir gagnrýni sína á verkhyggju í hugspeki og heldur því fram að kerfi sem hefur sömu verkferla og manneskja þurfi ekki að hafa meðvitund.
Helstu ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- Consciousness, Function, and Representation: Collected Papers, Volume 1 (2007)
Ritstýrðar bækur
[breyta | breyta frumkóða]- The Nature of Consciousness: Philosophical Debates (ásamt Owen Flanagan og Güven Güzeldere) (1997)
- Imagery (1981)
- Readings in Philosophy of Psychology, Volume I (1980)
- Readings in Philosophy of Psychology, Volume II (1980)