Nauthagi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Nauthagi kallast gróðursvæðið upp af Illaveri, austan Nautöldu á Gnúpverjaafrétti á Íslandi. Í Nauthaga eru 25-45°C heitar laugar. Nauthaginn er í um 600 metra hæð en þó er mikil gróska í blómjurtum á þessu svæði.

Nafn sitt dregur Nauthaginn af því að árið 1847 fundust þarna tvö naut sem höfðu týnst frá Jóni Guðmundssyni ritstjóra þegar hann flutti frá Kirkjubæjarklaustri til Reykjavíkur. Þarna hafa nautin fundið góðan haga, þó skjóllaus sé.