National Right to Life Committee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

National Right to Life Committee (NRLC), eru elstu og stærstu samtök sem berjast gegn rétti kvenna til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Samtökin voru stofnuð árið 1968 af The National Conference of Catholic Bishops (NCCB, nú United States Conference of Catholic Bishops USCCB), samtökum kaþólskra biskupa í Bandaríkjunum.[1] Tilgangurinn með stofnun samtakanna var að berjast fyrir réttindum ófæddra barna og "réttinum til lífs" (e: Right to Life) með því að samræma baráttu gegn lagasetningu sem lögleiddu þungunarrof í ólíkum fylkjum. Árið 1973 var skorið var á tengsl samtakanna við NCCB til þess að hægt væri að ná til víðtækari hóps en aðeins kaþólikka. Á níunda og tíunda áratugnum voru NRLC talin meðal áhrifamestu þrýstihópa í Washington D.C. Samtökin starfa í 3.000 deildum í öllum fylkjum Bandaríkjanna.

Aðgerðir samtakanna[breyta | breyta frumkóða]

Aðgerðir samtakanna hafa að mestu um að koma boðskap sínum á framfæri með því að dreifa upplýsingum sem hvöttu gegn þungunarrofi. Samtökin börðust gegn lagafrumvörpum sem lögleiddu eða rýmkuðu aðgengi kvenna að þungunarrofi. Eftir dóm hæstaréttar Roe v Wade (1973), sem úrskurðaði að lög sem bönnuðu þungunarrof brytu friðhelgisákvæði stjórnarskrárinnar, einbeittu NRLC sér að því að fá dóminum hnekkt. Um leið skáru samtökin á tengsl sín við Kaþólsku kirkjuna og höfðuðu til mótmælenda og annarra kristinna íhaldsmanna sem börðust fyrir "réttinum til lífs" og gegn rétti kvenna til þungunarrofi. Samtökin beittu sér meðal annars fyrir því að fá samþykktan viðauka við stjórnarskrána sem tryggði "rétti til lífs" (e: Human Life Amendment).

Samtökin uxu hratt á áttunda áratugnum og árið 1980 voru félagar þeirra orðnir alls 11 milljón og tekjur samtakanna 1,6 milljón dollarar. Í krafti vaxandi félagafjölda og fjárhagslegs styrks réðust samtökin í stærri auglýsingaherferðir, auk þess að framleiða útvarpsþætti og heimildarmyndir á borð við Silent Scream (1984). NRLC markaði sér sérstöðu meðal sambærilegra samtaka með því að nota lækna sem talsmenn, þar á meðal forseta samtakanna 1980-83 og 84-91, John Willkie, sem var heimilislæknir áður en hann snéri sér að baráttu gegn þungunarrofi sem fullu starfi.

Willke gerði NRLC að áhrifamestu Lífsréttindasamtökum Bandaríkjanna. Auk auglýsingaherferða gegn þungunarrofi hvöttu samtökin ítrekað til þess að ýms lyfjafyrirtæki væru sniðgengin vegna framleiðslu á lyfjum sem notuð voru til að framkalla þungunarrof.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

United States Conference of Catholic Bishops (USCCB)

National Right to Life Committee (NRLC)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd þessarar síðu var síðan um National Right to Life Committee á ensku Wikipedia

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „United States Conference of Catholic Bishops (USCCB)“. Library of Congress, Washington, D.C. 20540 USA. Sótt 18. nóvember 2020.