Fara í innihald

National Collegiate Athletic Association

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

National Collegiate Athletic Association (NCAA) eru bandarísk samtök sem er yfirumsjónaraðili íþrótta í um 1100 háskólum í Bandaríkjunum og einum í Kanada.[1] Samtökin sjá um skipulagningu íþróttakeppna á milli háskólanna og aðstoða árlega um hálfa milljón háskólanema sem keppa í háskólaíþróttum.[1] Höfuðstöðvarnar samtakanna eru í Indianapolis í Indiana-fylki.

Fram til ársins 1957 var NCAA með eina deild fyrir alla skóla. Það ár var deildarskipt í University Division og College Division.[2] Í ágúst 1973 var tekið upp þriggja deilda kerfi sem skiptist í 1., 2. og 3. deild. Samkvæmt reglum NCAA geta skólar í 1. og 2. deild boðið upp á íþróttastyrki til nemenda á meðan skólar í 3. deildinni mega það ekki. Yfirleitt keppa stærri skólar í 1. deildinni og smærri skólarnir í 2. og 3. deildinni. Á fjárhagsárinu 2022-23 þénuðu samtökin 1,28 milljarða dollara, þar af 945 milljónir (74%) sem komu frá útsendingaréttinum á körfubolta karla í 1. deildinni.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Overview“. National Collegiate Athletic Association. Sótt 23 maí 2022.
  2. „NCAA Group Opens Talks On Money Aid To Players“. Kingsport Times. 20 ágúst 1956. bls. 7 – gegnum Newspapers.com.
  3. „NCAA records nearly $1.3B in revenue for '22-23“. ESPN.com (enska). 2 febrúar 2024. Sótt 22 apríl 2024.