Fara í innihald

Namangan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Moska í Namagan.

Namangan er borg í austurhluta Úsbekistan . Hún er stjórnsýslu-, efnahags- og menningarmiðstöð Namanganhéraðs. Namangan er staðsett í norðurjaðri Ferganadals, innan við 30 km frá landamærum Kirgistan. Namanganflugvöllur er við borgina.

Namangan hefur verið mikilvæg handverks- og verslunarmiðstöð í Ferganadalnum síðan á 17. öld. Margar verksmiðjur voru reistar í borginni á tímum Sovétríkjanna. Í síðari heimsstyrjöldinni fimmfaldaðist iðnaðarframleiðsla í Namangan samanborið við 1926–1927. Sem stendur er Namangan aðallega miðstöð fyrir léttan iðnað, sérstaklega í matvælaiðnaði.[1] Skráðir íbúar borgarinnar voru 475.700 árið 2014.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. (bandarísk enska) https://caravanistan.com/uzbekistan/ferghana-valley/namangan/. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)