Fara í innihald

Nagornó-Karabak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nagorno-Karabakh)
Kort sem sýnir staðsetningu Nagorno-Karabakh

Nagorno-Karabakh er landlukt hérað í Suður-Kákasus sem nær yfir suðausturhluta Minni Kákasusfjalla. Héraðið er fjalllent og skóglent. Bein þýðing á nafninu væri hinir fjalllendu svartgarðar þar sem 'Nagorno' er leitt af rússneska lýsingarorðinu nagornyj (наго́рный) sem þýðir fjalllent, og Karabakh er leitt af tyrkíska *kara (svart) og persneska باغ bâğ (garður). Héraðið er allt innan landamæra Aserbaísjans. Frá 1991 til 2023 var meirihluti þess sjálfstætt ríki Armena sem kallaðist Lýðveldið Nagorno-Karabakh eða Artsakh-lýðveldið, en naut ekki alþjóðlegrar viðurkenningar. Mörk héraðsins miðast venjulega við mörk sjálfstjórnarhéraðsins Nagorno-Karabakh innan Sovétríkjanna sem var 4.400 ferkílómetrar að stærð, en sögulega héraðið náði yfir um 8.223 ferkílómetra.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.