Nafnavíti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nafnavíti (eða nafnvíti) er orð, eitt eða fleiri, sem ekki má nefna og er oftast haft um það sem ekki má nefna á sjó.

Gömul vísa nefnir t.d. naut sem ekki mátti nefna á sjó hér áður fyrr:

Varastu búra, hross og hund,
haltu svo fram um langa stund:
stökklinum stýrðu frá.
Nautið ekki nefna má
nokkur maður sjónum á.

Orðið stökkull er haft um hval sem eltir skip til að granda þeim. Það er þó einnig haft núorðið um tannhval, en hér er átt við hið fyrrnefnda.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.