Nýtt afl
Útlit
(Endurbeint frá Nýtt Afl)
Nýtt afl var stjórnmálahreyfing sem stofnuð var árið 2002 og bauð fram til Alþingis í kosningunum 2003. Meðal forystumanna í hreyfingunni var Jón Magnússon fyrrverandi Sjálfstæðismaður. Samtökunum tókst ekki að afla sér nógu mikils fylgis til að koma manni á þing, þrátt fyrir að hafa vakið talsverða athygli í aðdraganda kosninganna. Árið 2006 gekk Nýtt Afl til samstarfs við Frjálslynda flokkinn að frumkvæði Jóns Magnússonar, sem bauð sig fram á lista flokksins og varð 10. þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður að loknum kosningum 2007. Jón yfirgaf Frjálslynda og Nýtt afl í febrúar 2009 þegar hann gekk á ný til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.