Nýrómantík
Útlit
Nýrómantík er bókmenntastefna.
Áhrif nýrómantísku stefnunnar koma fram á Íslandi um aldamótin 1900.
Helstu einkenni hennar eru:
- Listformið er ljóð-leikrit
- Áhersla á formið
- Dýrkun á ofurmenninu
- Texti er torræður, tákn og vísanir
- Veruleiki handan hins sýnilega
- Höfundur upphefur sjálfan sig og tilfinningar sínar
- Höfundur er innhverfur, bölsýnn, lífsþreyttur og hefur engan áhuga á félagslegu umhverfi
- Listin fyrir listina
- Ríkt myndmál
- Dagdraumar og tákn
Upphaf og undirrót nýrómantíkur má rekja til symbólisma sem fram kom í Evrópu í myndlist og bókmenntum seinni hluta 19. aldar. Er sú stefna ein áhrifamesta stefna í ljóðlist 20. aldar og áhrif hennar á Íslandi mjög mikil.
Oft má rekja mikil áhrif frá þýska heimspekingnum Friedrich Nietzsche (1844-1900)