Nýjasta tækni og vísindi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Nýjasta tækni og vísindi
Tegund Fræðsluþáttur
Sjónvarpsstöð Sjónvarpið
Kynnir Örnólfur Thorlacius (1967-1980)
Sigurður H. Richter (1974-2004)
Land Fáni Íslands Ísland
Tungumál Íslenska
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöð Sjónvarpið
Sýnt 19672004

Nýjasta tækni og vísindi var íslenskur sjónvarpsþáttur sem var á dagskrá RÚV á árunum 1967-2004. Þátturinn var í umsjón Örnólfs Thorlacius á árunum 1967-1974 en þá kom Sigurður H. Richter dýrafræðingur til liðs við þáttinn og sáu þeir um hann í sameiningu á árunum 1974-1980. Sigurður tók síðan alfarið við stjórn þáttarins þegar Örnólfur var skipaður rektor Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1980 og var Sigurður umsjónarmaður þáttarins á árunum 1980-2004. Nýjasta tækni og vísindi var elsti þátturinn á dagskrá Sjónvarpsins að undanskildum fréttum og Stundinni okkar þegar hann lauk göngu sinni árið 2004[1].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. . „Elsti þáttur Sjónvarpsins kveður“. Morgunblaðið. 92 (106) (2004): 36.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.