Nígerósar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervitunglamynd af Nígerósum.

Nígerósar eru árósar Nígerfljóts sem rennur út í Gíneuflóa við strönd Nígeríu. Árósarnir ná yfir stórt landsvæði sem skiptist milli nígerísku fylkjanna Abia, Akwa Ibom, Bayelsa, Cross River, Delta-fylkis, Edo-fylkis, Imo-fylkis, Ondo og Rivers-fylkis. Sex af þessum fylkjum mynda South South-héraðið sem er efnahagslegt kjarnahérað landsins. Í öllum fylkjunum níu, nema Cross River, er framleidd olía.

Nígerósar voru áður fyrr kallaðir Olíufljótin þar sem þeir voru miðstöð fyrir framleiðslu á pálmaolíu. Landsvæðið er mjög þéttbýlt. Frá 1885 til 1893 var það breska Olíufljótaverndarsvæðið sem síðan var stækkað og varð Nígerstrandarverndarsvæðið. Á svæðinu eru margar olíulindir sem alþjóðleg olíufyrirtæki vinna. Um 2 milljónir olíutunna eru framleiddar á svæðinu á dag og svæðið hefur staðið undir 75% af útflutningsverðmætum Nígeríu frá 1975.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.