Náttúruverndarstofnun
Útlit
Náttúruverndarstofnun er ríkisstofnun sem starfar samkvæmt sérstökum lögum nr. 111/2024. Stofnunin fer með stjórnsýslu og eftirlit sem og önnur verkefni á sviði náttúruverndar, líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbærrar þróunar, friðlýstra svæða, þ.m.t. þjóðgarða, verndar villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]18. mars 2024 lagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra frumvarp um nýja stofnun, Náttúruverndarstofnun sem sameinaði verkefni tveggja stofnana:
- Umhverfisstofnun (sá hluti sem tengdist náttúruvernd og lífríki)
- Vatnajökulsþjóðgarður
Frumvarpið var samþykkt þann 22. júní 2024 á Alþingi[1]. Stofnunin hóf störf 1. janúar 2025.
Forstjórar
[breyta | breyta frumkóða]- Sigrún Ágústsdóttir 2024-