Náttúruauðlindabókhald

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Náttúruauðlindabókhald (e. natural resource accounting)[1] er bókhald eða bókhaldskerfi þar sem fjallað er um stofna eða birgðir náttúruauðlinda og hvernig stofninn breytist yfir ákveðinn tíma.[2]

Tilkoma hugtaksins[breyta | breyta frumkóða]

Þegar vörur eru framleiddar í landi er oftast gengið á náttúruauðlindir þess. Auðlindir sem nýttar eru í dag hafa áhrif á það magn sem eftir er til nota fyrir komandi kynslóðir. Áhrifin sem þetta getur svo haft á vistkerfi er að framleiðni þess minnkar. En hefðbundnar mælingar vergrar landsframleiðslu eru ábótavanar á þann hátt að aðeins eru mæld gildi vara og þjónustu sem fara um markaði þess en ekki er á móti tekið tillit til eyðingar náttúruauðlinda. Þannig getur til dæmis land ofnýtt náttúruauðlindir sínar og á meðan auðlindirnar smám saman hverfa aukast samt tekjur landsins. Það er þetta ósamræmi í mælingum sem náttúruauðlindabókhald reynir að halda utan um og koma í veg fyrir.[3]

Markmið náttúruauðlindabókhalds[breyta | breyta frumkóða]

Vanalega einbeita fyrirtæki og stofnanir sér að fjárhagslegum þáttum starfseminnar eins og hagnaði. Markmiðin varðandi náttúruna snúast frekar um hvernig við getum lifað í sátt við hana til framtíðar og þá er hagnaður ekki helsta markmiðið. Umhverfis og náttúruauðlindabókhald mælir ekki eingöngu hversu mikið er eftir af auðlindinni til nýtingar, heldur hvernig hægt er að varðveita hana, hverjir aðrir treysta á hana og hvaða kostnaður væri fólginn í því að missa hana. Þetta ætti að vera jafn mikilvægt, ef ekki mikilvægara, heldur en hversu mikið er hægt að græða á henni.

Með því að mæla og skrá verðmætin sem náttúran gefur af sér og hvaða áhrif hún hefur á samfélagið fáum við möguleika á að meta gildi jarðarinnar í fjárhæðum. Með því að átta sig á hvað jörðin gefur af sér og hvað hún gerir fyrir samfélagið þá er kominn grundvöllur fyrir því að borga til baka.[4]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Glossary of Statistical Terms“. OECD. Sótt 9. apríl 2015.
  2. „Glossary of Environment Statistics“. Sótt 8. apríl 2015.
  3. Field, B. C (2008). Natural Resource Economics: An Introduction (önnur útgáfa). Irwin/McGraw-Hill.
  4. „The Encyclopedia of Earth“. Sótt 8. apríl 2015.
  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.