Nálaþinur
Manchurian fir | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ungt tré
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Abies holophylla Maxim. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Pinus holophylla (Maxim.) Parl. |
Nálaþinur (fræðiheiti: Abies holophylla, kínverska: 杉松) er tegund af þin ættuð úr fjallahéruðum Norður-Kóreu, Suður-Prímorju í Rússlandi og Kína (Heilongjiang, Jilin og Liaoning).
Þetta er sígrænt barrtré sem verður 30 til 40 metra hátt með stofnþvermál um 1 meter, krónan er mjó-keilulaga og greinirnar standa lárétt út. Börkurinn er hreistraður og grábrúnn með kvoðublöðrum. Barrið ("nálar") er flatt, 2 til 4 sm langt og 1.5 til 2.5 mmbreitt, og stendur hornrétt frá sprotanum og endar í oddi.[2] Það stendur til tveggja hliða, en ekki flatt eins og til dæmis á Evrópuþin. Yfirleitt standa þau meir eða minna upp frá sprotanum með V laga geil fyrir ofan. Ólíkt Evrópuþini er barrið hvasst og stingandi, án nokkurar sýlingar.[3] Það er skærgrænt að ofan og grænhvítt að neðan með tvær hvítar rendur, hvor mynduð úr 7 til 10 vaxhúðuðum loftaugarákum. Sprotarnir eru hárlaus, glansandi gul-gráir þegar ungir og verða síðan grábrúnir. Könglarnir eru 12 til 14 sm langir og 4 til 5 sm breiðir, gulbrúnir, og örlítið mjókkandi með sljótt ávölum enda. Stoðblöð hreisturskeljanna eru falin undir hreisturskeljunum. Fræin eru 8 til 9 mm löng (með 1.5mm löngum fleyglaga væng), losna þegar könglarnir sundrast við þroska í október.
Nálaþinur er stundum, en ekki almennt, notaður til prýðis.[2]
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Ólíkt mörgum öðrum þintegundum eru óþroskaðir könglar á Nálaþini purpura til bláleitir, heldur grænir.
-
Könglar að sundrast. Óþroskaðir og þroskaðir könglar með trjákvoðu.
-
Ungir könglar að þroskast. Ólíkt grenikönglum eru jafnvel stórir þinkönglar uppréttir.
-
Barr - einkennandi fyrir þin: flatt nálarlaga barr með tvær hvítleitar rendur neðantil.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Katsuki, T.; Zhang, D & Rushforth, K. (2013). "Abies holophylla". The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42287A2969916. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42287A2969916.en. Retrieved 9 January 2018.
- ↑ 2,0 2,1 Conifer Specialist Group (1998). „Abies holophylla“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 12. maí 2006.
- ↑ Seneta, Włodzimierz (1981). Drzewa i krzewy iglaste (Barrtré og runnar) (pólska) (1st. útgáfa). Warsaw: Państwowe Wydawnictwo Naukowe (PWN). ISBN 83-01-01663-9.