Myndprjón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skoskir sokkar með tíglamynstri prjónaðir með Intarsia tækni

Myndprjón er prjón með Intarsia tækni þar sem myndir eða mynstur eru prjónuð með því að prjóna einn lit í einu, ekki eins og í venjulegu útprjóni (tvíbandaprjóni) þar sem tveir litir eru prjónaðir saman. Tíglamynstur (argyle) á háa skoska sokka var fyrr á tímum prjónað með myndprjóni með sléttu prjóni. Á Íslandi var prjónað myndprjón með garðaprjóni í rósaleppa sem notaðir voru sem innlegg (íleppar) í skinnskó.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]