Mošovce

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mošovce í Slóvakíu

Mošovce er þorp á Turiec svæðinu í Slóvakíu.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Margar vel varðveittar byggingar eru til marks um 770 ára sögu Mošovce. Fyrst var minnst á Mošovce í tengslum við gjöf sem Adrew II færði borginni. Mošovce var upphaflega samsett úr tveimur þorpum; það fyrra, Machyuch, var staðsett þar sem í dag er Starý Rad, það seinna, Terra Moys, var þar sem í dag er Vidrmoch. Af nafni Terra Moys var síðar nafn Mošovce dregið. Talið er að merking nafnsins sé Terra Mojs (Land of Mojs), gert er ráð fyrir að þorpið hafa á einhverjum tímapunkti tilheyrt menni að nafni Mojs. Mojs gæti einnig verið stytting á Slavneska nafninu Mojtech, líkt og nöfnin Vojtech og Mojmír. Í gegnum aldirnar hefur nafn þorpsins verið síbreytilegt, meðal nafna eru Mossovych, Mosocz, Mossowecz, villa regia Mayos alio nomine Mossovych, oppidioum Mayus sue Mosocz, Mosocz olim Mayus til nafnsins sem borgin ber nú, Mošovce. Nafn eins hluta Mošovce, upphafleg þorpið Chornukov, hefur varðveist til þessa dags sem Čerňakov.

Mošovce þróaðist upphaflega sem konungleg bær með umtalsvert sjálfræði, og frá miðri 14. öld sem bær með mikil forréttindi undir stjórn konunglega kastalans, Blatnica. Árið 1527 féll bærinn í hendur Révay fjölskyldunnar sem dró til baka öll forréttindi Mošovce í um 400 ár.

Í gegnum aldirnar var Mošovce mikilvægur handverksbær fyrir allt Turiec svæðið. Handverk jókst og óx ótrúlega hratt, og um tíma voru starfandi 15 handverks smiðjur; skó smiðjan og hin fræga feld smiðjan voru þær sem lengst lifðu. Í dag einkennist Mošovce af ferðamanna iðnaði enda mikið í borginni að sjá.

Upphaflegur architectura húsí í Mošovce

Hvað er að sjá?[breyta | breyta frumkóða]

Eitt merkasta einkenni Mošovce er hið nærri tveggja alda gamla Óðal, byggt í klassískum Rococo stíl með stórum enskum garði. Aðrir staðir sem vert er að skoða eru meðal annars: Fæðingastður Ján Kollár, kaþólsk kirkja byggð í ný-gotneskum stíl með afar verðmætu altari sem staðsett er nákvæmlega þar sem áður var altari, lútersku kirkjunnar sem byggð var 1788, grafhýsi sem nú hýsir handverks safn, Art-Nouveau gróðurhús og pavilón frá 1800.

Náttúra[breyta | breyta frumkóða]

Umhverfi Mošovce er sannarlega einstakt. Samspil sögulegra manngerðra trjá ganga og náttúrulegra trjá lunda skapar einstaklega áhrifaríkt og fallegt landslag, sem virkar sem framlenging skóglendis nærlyggjandi Veľká Fatra fjalla. Einstakar kalksteinn og dropasteins myndanir, sem og falleg náttúra í nærlyggjandi dölum, Blatnická og Gaderská, draga að ferðamenn frá öllum heimshornum.

Menning og hefðir[breyta | breyta frumkóða]

Mošovce hefur getið af sér marga sögufræga einstaklinga. Með þeirra eru: Frico Kafenda (1883-1963), tónskáld; Anna Lacková-Zora (1899-1988), rithöfundur; Štefan Krčméry (1892-1955), bókmennta gagnrínandi, sagnfræðingur og ljóðskáld; Júr Tesák Mošovský, barrok leikritaskáld; og Miloslav Schmidt, stofnandi sjálfboðaliðs slökviliða í Slóvakíu.

Hinsvegar er eflaust mikilvægasti einstaklingurinn sem fæðst hefur í Mošovce, hið þekkta slavneska ljóðskáld, heimspekingur og lúterski predikarinn Ján Kollár (1793-1852), sem hafi mikil áhrif á bókmenntir tveggja þjóða með ljóðrænu verki sínu Slávy Dcera. Verk hans hafa verið lögð til grundvallar hugmyndum og verkum nútíma þjóðernissinna. Það hefur verið þýtt yfir á flest slavnesku tungumálin, auk fjölda annarra tungumála.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Gallery[breyta | breyta frumkóða]