Motherwell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Motherwell.

Motherwell (skosk gelíska: Tobar na Màthar) er bær og höfustaður Norður-Lanarkshire í Skotlandi, suðaustur af Glasgow. Íbúar eru um 33.000 (2020). Áin Clyde skilur Motherwell frá bænum Hamilton. Á 20. öld var stálframleiðsla þar sú mesta í Skotlandi. Ravenscraig-stálverksmiðjan lokaði árið 1992 og markaði enda á 400 ára stálframleiðslu í Skotlandi.

Motherwell F.C. er knattspyrnulið bæjarins.