Morten Ramsland
Útlit
Morten Ramsland (f. 1971) er danskur rithöfundur. Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók Når fuglerne driver bort árið 1993 og fimm árum síðar kom út fyrsta skáldsaga hans, Akaciedrømme. Eftir það gaf hann út röð myndskreyttra barnabóka en sló fyrst í gegn með skáldsögunni Hundehoved árið 2005 sem hlaut fjölda verðlauna (m.a. Boghandlernes gyldne Laurbær og Læsernes Bogpris) og hefur verið þýdd á mörg tungumál. Hún kom út á íslensku sem Hundshaus í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur árið 2007.