Mordenít
Útlit
Mordenít er zeólíti sem hefur hárfína sveigjanlega þræði og brúska sem eru mjúkir viðkomu.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Myndar þéttan massa undir brúskunum og í fylltum holum. Kringum 0,5 cm á lengd en 2 cm langar nálar hafa fundist hér á landi. Líkist baðmullarbrúskum eða myglukenndri skán, oft með silkigljáa. Oftast hvítt en getur stundum verið rauðbrúnt.
- Efnasamsetning: (Na2,K2,Ca)Al2Si10O24 • 7H2O
- Kristalgerð: Rhombísk
- Harka: 4-5
- Eðlisþyngd: 2,12-2,15
- Kleyfni: Góð, samt ógrenileg vegna smæðar
Úrbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Algengust zeólíta. Finnst í þóleiíti og kísilríku bergi. Finnst oft með kalsedóni, kvarsi og epistilbíti. Hefur fundist í Hvalfirði, á Skarðsheiði og Þorskafjarðarheiði.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2