Fara í innihald

Mordenít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mordeít frá Ítalíu
Mordenít þræðir

Mordenít er zeólíti sem hefur hárfína sveigjanlega þræði og brúska sem eru mjúkir viðkomu.

Myndar þéttan massa undir brúskunum og í fylltum holum. Kringum 0,5 cm á lengd en 2 cm langar nálar hafa fundist hér á landi. Líkist baðmullarbrúskum eða myglukenndri skán, oft með silkigljáa. Oftast hvítt en getur stundum verið rauðbrúnt.

  • Efnasamsetning: (Na2,K2,Ca)Al2Si10O24 • 7H2O
  • Kristalgerð: Rhombísk
  • Harka: 4-5
  • Eðlisþyngd: 2,12-2,15
  • Kleyfni: Góð, samt ógrenileg vegna smæðar

Úrbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Algengust zeólíta. Finnst í þóleiíti og kísilríku bergi. Finnst oft með kalsedóni, kvarsi og epistilbíti. Hefur fundist í Hvalfirði, á Skarðsheiði og Þorskafjarðarheiði.

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2