Fara í innihald

Mohenjo-daro

Hnit: 27°19′45″N 68°08′20″A / 27.32917°N 68.13889°A / 27.32917; 68.13889
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

27°19′45″N 68°08′20″A / 27.32917°N 68.13889°A / 27.32917; 68.13889

Virkishóllinn í Mohenjo-daro eru nokkrar stjórnsýslubyggingar í hnapp.

Mohenjo-daro (sindí: موهن جو دڙو, bókst. „hóll hinna dauðu“; úrdú: موئن جو دڑو) er minjastaður í Larkana-umdæmi í Sindh, Pakistan. Byggð var á svæðinu frá um 2500 f.o.t. Þetta var ein stærsta borg Indusdalsmenningarinnar og eitt af elstu siðmenningarsamfélögum heims, samtíða Egyptalandi hinu forna, Mesópótamíu, Mínóísku menningunni og Norte Chico-menningunni.[1][2]

Áætlað er að íbúar hafi verið minnst 40.000. Borgin blómstraði í nokkrar aldir, en um 1700 var hún yfirgefin,[3] ásamt öðrum stórum borgum Indusdalsins.

Minjarnar uppgötvuðust á 3. áratug 20. aldar. Stór fornleifauppgröftur hefur síðan farið fram í miðju borgarinnar sem var sett á Heimsminjaskrá UNESCO árið 1980. Mohenjo-daro var fyrsti staðurinn í Suður-Asíu sem var skráður á listann.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Mohenjo-Daro (archaeological site, Pakistan) on Encyclopedia Britannica website Retrieved 25 November 2019
  2. Gregory L. Possehl (11 nóvember 2002). The Indus Civilization: A Contemporary Perspective. Rowman Altamira. bls. 80. ISBN 978-0-7591-1642-9.
  3. Shea, Samantha (14 nóvember 2022). „Pakistan's lost city of 40,000 people“. www.bbc.com (enska). Sótt 18 nóvember 2022.
  4. „Mohenjo-Daro: An Ancient Indus Valley Metropolis“.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.