Mjólkurbúð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mjólkurbúð er verslun sem verslar nær eingöngu með mjólk og hvítan mat.

Mjólkurbúðir á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Farið var að stofna sérhæfðar mjólkurbúðir í Reykjavík um 1910 vegna krafna um aukið hreinlæti við meðferð mjólkurafurða. Í kjölfar afurðasölumálsins sem lyktaði með því að samvinnufélögin fengu einkaleyfi á sölu ýmissa landbúnaðarafurða voru allar mjólkurbúðir eftir 1934 reknar af Mjólkursamsölunni. Mjólk fékkst þá ekki seld í matvörubúðum, nema með vissum undantekningum. Síðasta mjólkurbúðin var lögð niður 1. febrúar 1977, en þá féllu úr gildi rúmlega 40 ára gömul lög varðandi mjólkursölu og matvöruverslanir tóku að sér alla smásölu mjólkurvara. Nokkrar sérhæfðar mjólkurbúðir störfuðu þó áfram um allt land í nokkur ár en reyndu að auka vöruúrval, meðal annars með sölu rjómaíss. Síðasta mjólkurbúð Mjólkursamsölunnar við Laugarveg 162 lokaði 1986. Mjólkurbúð á horni Háteigsvegar og Rauðarárstígs var breytt í bakarí um 1990.

Mörg kvörtunarbréf varðandi mjólkurbúðirnar voru skrifuð í blöðin þau ár sem búðirnar störfuðu. Var þá aðallega kvartað yfir lélegri afgreiðslu (og afgreiðslutímanum), óliðlegheitum starfstúlkna (eða fasi þeirra), vinnuálaginu sem á þeim var þegar mjólkin kom, aðstöðu búðanna og sum árin yfir því að ekki fengist mjólk, eða of lítið af henni. [1] [2] [3]

Mjólkurbúðir á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þjóðviljinn 1942
  2. Þjóðviljinn 1942
  3. Þjóðviljinn 1948

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.