Mizunakál
Útlit


Mizunakál (fræðiheiti Brassica rapa nipposinica) er japönsk káljurt af krossblómaætt með mildum sinnepskeim. Mizuna er vinsælt í salöt. Það er einnig nýtt í súpur og hræristeikingu (e. stir frying). Hægt að rækta mizunakál í köldum gróðurhúsum á Íslandi og er fljótsprottið.[1]
- ↑ „Óupphituð gróðurhús: Aukin ánægja af matjurtaræktinni“. www.bbl.is. Sótt 30. mars 2025.