Milton (hestur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Milton var hestur sem John Whitaker keppti á í hindrunarstökki. Klárinn var grár geldingur af hollensku kyni. Hann varð fyrsti hestur (utan kappreiðagreina) til að vinna yfir 1 milljón punda í ólíkum hindrunarstökkskeppnum. Hann var dáður af öllum og vinsældur jukust jafnvel þegar hann lést 4. júlí 1999.

Á árunum 1985 til 1994 var Milton hvað bestur, vann margar alþjóðlegar keppnir og tryggði Englandi meðal annars gull í liðakeppni Evrópumótsins 1987 og 1989, einstaklingsgull á evrópumótinu 1989, einstaklingssilfur í heimsmeitarakeppninni 1990. Enn fremur unnu þeir John Heimsbikar FEI bæði árin 1990 og 1991.