Fara í innihald

Milli fjalls og fjöru

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Milli fjalls og fjöru
Auglýsing úr Morgunblaðinu
LeikstjóriLoftur Guðmundsson
HandritshöfundurLoftur Guðmundsson
FramleiðandiLoftur Guðmundsson
Leikarar
DreifiaðiliGamla bíó
Frumsýning14. janúar, 1949
Lengd91 mín.
Tungumálíslenska

Milli fjalls og fjöru var fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd, sem og fyrsta talmyndin. Hún var gefin út árið 1949 og er 91 mínúta að lengd. Leikstjóri myndarinnar var Loftur Guðmundsson sem var mikill frumkvöðull í kvikmyndagerð á Íslandi. Myndin var frumsýnd í Gamla bíói 13. janúar 1949 og almennar sýningar hófust daginn eftir.

Framleiðsa[breyta | breyta frumkóða]

Það komu ekki margir að framleiðslu myndarinnar og sá Loftur Guðmundsson um flest sem kom að henni. Loftur fjármagnaði myndina alla sjálfur og sá mikið um framleiðsluna sjálfur en sonur hans Hákon var hans aðstoðarmaður. Upptökur stóðu yfir sumarið 1948 í Hvalfirði og á höfuðborgarsvæðinu. Innitökur voru teknar upp í leikfimissal í Hafnarfirði, þar var reist krambúð, baðstofa og nokkur önnur herbergi. Leikarar voru margir þjóðþekktir og komu flestir úr Leikfélagi Reykjavíkur.[1]

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Ingvar (Gunnar Eyjólfsson) er sveitapiltur og býr hjá foreldrum sínum. Foreldrar hans skulda sýslumanni mikla peninga. Ingvar reynir að borga skuldirnar með því að vinna sem fjárhirðir fyrir sýslumann. Einn daginn er Ingvar með vinkonu sinni, Sigrúnu, út í fjöru og þar finnur Ingvar afskorinn sauðhaus. Hann grunar að þar hafi sauðaþjófar verið á ferð og tekur hausinn með sér heim. Seinna um daginn fer Gvendur, aðstoðamaður sýslumans, heim til Ingvars að rukka skuldina. Faðir hans getur ekki borgað skuldina en lofar að borga hana um hausið. Á leiðinni heim rekur Gvendur augað í sauðahausinn og tekur hann heim með sér sem sönnunargagn um að Ingvar sé sauðaþjófur. Í millitíðinni fær Ingvar sér vinnu hjá Hansen kaupmanni, fósturpabbi Sigrúnar, og hættir sem fjárhirðir. En hann kemst ekki í sinn fyrsta vinnudag áður en hann er handtekinn af sýslumanni fyrir sauðaþjófnað. Fljótlega nær Ingvar að strjúka fangelsið og fer í felur. Menn sýslumans fara í leitir að Ingvari. Í leit sinni sjá þeir þrjá menn á bát vera að stela kindum sýslumans. Þannig var sakleysi Ingvars sannað. Hann fer strax að vinna fyrir Hansen. Nokkrum dögum síðar kemur Sigrún heim frá útlöndum og Ingvar játar ást sína fyrir henni.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fálkinn - 39. Tölublað (08.10.1948) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 11. maí 2024.