Klambratún

Hnit: 64°08′13″N 21°54′48″V / 64.13694°N 21.91333°V / 64.13694; -21.91333
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Miklatún)

64°08′13″N 21°54′48″V / 64.13694°N 21.91333°V / 64.13694; -21.91333

Klambratún árið 2003.

Klambratún (áður Miklatún) er útivistarsvæði í Hlíðahverfi Reykjavíkur. Svæðið er nokkurn veginn ferhyrnt og um 10 hektarar að stærð. Það afmarkast af Rauðarárstíg í vestri, Flókagötu í norðri, Lönguhlíð í austri og Miklubraut í suðri. Í norðurhluta Klambratúns standa Kjarvalsstaðir, listasafn helgað list Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals.

Hluti túnsins tilheyrði bænum Klömbrum sem stóð þar til um miðja 20. öld. Reykjavíkurbær eignaðist Klömbrur árið 1946. Tveimur árum síðar var þar hafinn rekstur skólagarða fyrir reykvísk ungmenni. Á sjöunda áratugnum var Klambratúni breytt í skrúðgarð og hlaut hann nafnið Miklatún að undangenginni nafnasamkeppni.

Styttur í garðinum[breyta | breyta frumkóða]

Á sunnanverðu Miklatúni stóð frá opnun garðsins stytta af skáldinu Einari Benediktssyni eftir Ásmund Sveinsson. Styttan var flutt að Höfða árið 2014. Þar er einnig brjóstmynd af skáldinu Þorsteini Erlingssyni eftir Ríkarð Jónsson.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Miklatún á menningarnótt“. vísir.is. Sótt 4. janúar 2012.
  2. „Tónleikastríð á menningarnótt“.
  3. „Frisbí-golfvöllur á Klambratúni“. Reykjavíkurborg. Sótt 4. janúar 2013.[óvirkur tengill]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]