Fara í innihald

Mick Schumacher

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mick Schumacher
Schumacher árið 2024
Fæddur22. mars 1999 (1999-03-22) (26 ára)
Vufflens-le-Château, Vaud, Sviss
ÆttingjarMichael Schumacher (faðir)
Ralf Schumacher (frændi)
Formúlu 1 ferill
ÞjóðerniÞýskaland Þýskur
Ár2021-2022
LiðHaas
Númer bíls47
Keppnir44 (43 ræsingar)
Heimsmeistaratitlar0
Sigrar0
Verðlaunapallar0
Stig á ferli12
Ráspólar0
Hröðustu hringir0
Fyrsta keppniBarein kappaksturinn 2021
Seinasta keppniAbú Dabí kappaksturinn 2022
Aðrar mótaraðir
  • 2024-
  • 2019-2020
  • 2017-2018
  • 2015-2017
  • 2016
  • 2015-2016
Titlar
  • 2020
  • 2018
  • FIA Formúla 2
  • FIA F3 European

Mick Schumacher (fæddur 22. mars 1999) er þýskur akstursíþróttamaður sem keppir í FIA World Endurance Championship fyrir Alpine. Schumacher keppti í Formúlu 1 frá 2021 til 2022.

Schumacher er fæddur og uppalinn í Sviss. Hann er sonur sjöfalda heimsmeistarans í Formúlu 1 Michael Schumacher. Hann byrjaði að keppa í go-kart ungur og undir dulnefnunum Mick Betsch og Mick Junior. Hann átti góðan feril í yngri formúlu keppnum og vann Formúlu 3 mótaröðina 2018[1] og Formúlu 2 árið 2020.[2]

Schumacher var í Ferrari ökumanns akademíunni frá 2019, hann var prufu ökumaður fyrir Alfa Romeo og Haas árið 2020 og skrifaði undir sem ökumaður hjá Haas 2021 og varð þá liðsfélagi Nikita Mazepin.[3] Frumraun hans í Formúlu 1 var í Barein kappakstrinum 2021 með Haas. Liðið skoraði ekki eitt stig á tímabilinu og var besti árangur Schumacher tólfta sæti í Ungverjalandi. Schumacher hélt sætinu sínu fyrir 2022 og var liðsfélagi Kevin Magnussen.[4] Schumacher skoraði fyrsta stigið sitt í Breska kappakstrinum 2022,[5] hans besti árangur var sjötta sæti í Austurríki.[6] Eftir röð stórra árekstra var honum sleppt frá Haas eftir 2022 tímabilið.[7] 2023 varð hann varaökumaður fyrir Mercedes og McLaren,[8] hann sagði skilið við báðar stöður árið 2024.[9]

Schumacher færði sig yfir í FIA World Endurance Championship árið 2024 með Alpine,[10] hann náði fyrsta verðlaunapallinum í 6 klukkustundir af Fuji.[11]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Michael Schumacher's son Mick wins Formula 3 title in Germany“. skysports.com. 13. október 2018. Sótt 7. maí 2025.
  2. Matt Morlidge (11. febrúar 2021). „Mick Schumacher wins Formula 2 title after dramatic final Sakhir race“. skysports.com. Sótt 7. maí 2025.
  3. „Mick Schumacher to race for Haas in 2021 as famous surname returns to F1 grid“. 2. desember 2020. Sótt 7. maí 2025.
  4. „Haas confirm Schumacher and Mazepin for 2022“. formula1.com. 23. september 2021. Sótt 7. maí 2025.
  5. „Schumacher revels in first F1 points finish, as Magnussen says Haas couldn't have hoped for more at British GP“. formula1.com. 4. júlí 2022. Sótt 7. maí 2025.
  6. „Why Haas say Schumacher's Austria attitude 'wasn't great'. 26. september 2022. Sótt 7. maí 2025.
  7. „Schumacher and Haas to part ways at the end of 2022“. formula1.com. 17. nóvember 2022. Sótt 7. maí 2025.
  8. „Mick Schumacher into the Mercedes reserve driver seat after leaving Ferrari“. theguardian.com. 15. desember 2022. Sótt 7. maí 2025.
  9. Jake Boxall-Legge (28. nóvember 2022). „Schumacher to leave Mercedes F1 reserve role at end of 2024“. motorsport.com. Sótt 7. maí 2025.
  10. „Mick Schumacher makes switch to endurance racing with Alpine after 'difficult' year on the sidelines“. formula1.com. 22. nóvember 2023. Sótt 7. maí 2025.
  11. Rachit Thukral, Gary Watkins (15. september 2024). „Schumacher: Alpine got Fuji podium despite starting weekend with "worst car". motorsport.com. Sótt 7. maí 2025.