Mick Schumacher
![]() Schumacher árið 2024 | |
Fæddur | 22. mars 1999 Vufflens-le-Château, Vaud, Sviss |
---|---|
Ættingjar | Michael Schumacher (faðir) Ralf Schumacher (frændi) |
Formúlu 1 ferill | |
Þjóðerni | ![]() |
Ár | 2021-2022 |
Lið | Haas |
Númer bíls | 47 |
Keppnir | 44 (43 ræsingar) |
Heimsmeistaratitlar | 0 |
Sigrar | 0 |
Verðlaunapallar | 0 |
Stig á ferli | 12 |
Ráspólar | 0 |
Hröðustu hringir | 0 |
Fyrsta keppni | Barein kappaksturinn 2021 |
Seinasta keppni | Abú Dabí kappaksturinn 2022 |
Aðrar mótaraðir | |
|
|
Titlar | |
|
|
Mick Schumacher (fæddur 22. mars 1999) er þýskur akstursíþróttamaður sem keppir í FIA World Endurance Championship fyrir Alpine. Schumacher keppti í Formúlu 1 frá 2021 til 2022.
Schumacher er fæddur og uppalinn í Sviss. Hann er sonur sjöfalda heimsmeistarans í Formúlu 1 Michael Schumacher. Hann byrjaði að keppa í go-kart ungur og undir dulnefnunum Mick Betsch og Mick Junior. Hann átti góðan feril í yngri formúlu keppnum og vann Formúlu 3 mótaröðina 2018[1] og Formúlu 2 árið 2020.[2]
Schumacher var í Ferrari ökumanns akademíunni frá 2019, hann var prufu ökumaður fyrir Alfa Romeo og Haas árið 2020 og skrifaði undir sem ökumaður hjá Haas 2021 og varð þá liðsfélagi Nikita Mazepin.[3] Frumraun hans í Formúlu 1 var í Barein kappakstrinum 2021 með Haas. Liðið skoraði ekki eitt stig á tímabilinu og var besti árangur Schumacher tólfta sæti í Ungverjalandi. Schumacher hélt sætinu sínu fyrir 2022 og var liðsfélagi Kevin Magnussen.[4] Schumacher skoraði fyrsta stigið sitt í Breska kappakstrinum 2022,[5] hans besti árangur var sjötta sæti í Austurríki.[6] Eftir röð stórra árekstra var honum sleppt frá Haas eftir 2022 tímabilið.[7] 2023 varð hann varaökumaður fyrir Mercedes og McLaren,[8] hann sagði skilið við báðar stöður árið 2024.[9]
Schumacher færði sig yfir í FIA World Endurance Championship árið 2024 með Alpine,[10] hann náði fyrsta verðlaunapallinum í 6 klukkustundir af Fuji.[11]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Michael Schumacher's son Mick wins Formula 3 title in Germany“. skysports.com. 13. október 2018. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ Matt Morlidge (11. febrúar 2021). „Mick Schumacher wins Formula 2 title after dramatic final Sakhir race“. skysports.com. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Mick Schumacher to race for Haas in 2021 as famous surname returns to F1 grid“. 2. desember 2020. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Haas confirm Schumacher and Mazepin for 2022“. formula1.com. 23. september 2021. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Schumacher revels in first F1 points finish, as Magnussen says Haas couldn't have hoped for more at British GP“. formula1.com. 4. júlí 2022. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Why Haas say Schumacher's Austria attitude 'wasn't great'“. 26. september 2022. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Schumacher and Haas to part ways at the end of 2022“. formula1.com. 17. nóvember 2022. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Mick Schumacher into the Mercedes reserve driver seat after leaving Ferrari“. theguardian.com. 15. desember 2022. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ Jake Boxall-Legge (28. nóvember 2022). „Schumacher to leave Mercedes F1 reserve role at end of 2024“. motorsport.com. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ „Mick Schumacher makes switch to endurance racing with Alpine after 'difficult' year on the sidelines“. formula1.com. 22. nóvember 2023. Sótt 7. maí 2025.
- ↑ Rachit Thukral, Gary Watkins (15. september 2024). „Schumacher: Alpine got Fuji podium despite starting weekend with "worst car"“. motorsport.com. Sótt 7. maí 2025.