Fara í innihald

Michael Randrianirina

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michael Randrianirina
Forseti Madagaskar
Núverandi
Tók við embætti
14. október 2025
ForsætisráðherraRuphin Zafisambo
Herintsalama Rajaonarivelo
ForveriAndry Rajoelina
Persónulegar upplýsingar
Fæddur23. ágúst 1973 (1973-08-23) (52 ára)
Sevohipoty, Androy, Madagaskar
MakiRamatoa Elisa Randrianirina
StarfHermaður

Michael Randrianirina ofursti (f. 23. ágúst 1973)[1] er madagaskur herforingi. Hann tók við völdum sem formaður forsætisnefndar um endurstofnun Lýðveldisins Madagaskar eftir staðfestingu stjórnlagadómstóls landsins 14. október 2025 í kjölfar valdaránsins á Madagaskar 2025.[2]

Hann var áður héraðsstjóri Androy frá 2016 til 2018 og síðar hátt settur herforingi og leiðtogi hersveitarinnar CAPSAT.[1]

Her- og stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Randrianirina hlaut herþjálfun í herskólanum í Antsirabe.[3] Randrianirina var héraðsstjóri Androy-héraðs frá 2016 til 2018, í forsetatíð Hery Rajaonarimampianina. Hann var síðan foringi fótgönguliðssveitar í Toliara til júlí 2022. Hann varð síðar leiðtogi hinnar voldugu CAPSAT-sveitar.[1]

Handtaka 2023

[breyta | breyta frumkóða]

Randrianirina varð smám saman hávær gagnrýnandi forsetans Andry Rajoelina. Hann var „skyndilega handtekinn“ fyrir uppreisn 27. nóvember 2023 og ákærður fyrir að „egna til uppreisnar hersins og tilraun til valdaráns“.[4] Sama dag fór hann fyrir rétt og var strax sendur í Tsiafahy-fangelsið. Honum var sleppt í febrúar 2024 eftir að hafa hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að brjóta gegn allsherjarreglu og sneri aftur til þjónustu í CAPSAT.[5]

Stjórnmálakreppan 2025

[breyta | breyta frumkóða]

Sem leiðtogi CAPSAT tók Randrianirina þátt í uppreisn hersins gegn Andry Rajoelina í miðjum fjöldamótmælum í landinu árið 2025. Hann hvatti hermenn til að „neita að kúga almenning, axla ábyrgð og gegna sínu hlutverki“. Randrianirina hvatti forsetann og forsætisráðherrann ásamt fleirum til að segja af sér.[6]

Forsetatíð (2025–)

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að Rajoelina flúði land þann 14. október 2025 tók CAPSAT yfir forsetahöllina og lýsti Randrianirina starfandi forseta. Randrianirina staðfesti að allar stofnanir nema neðri deild þingsins hefðu verið leystar upp. Í yfirlýsingu hans kom fram: „Eftirfarandi stofnanir eru leystar upp: Öldungadeildin, Stjórnlagadómstóllinn, Sjálfstæða yfirkjörstjórnin, Hæstiréttur og Æðstaráðið til varnar mannréttindum og réttarríkinu.“[7] Hann lofaði kosningum innan tveggja ára og sagðist munu stofna nefnd skipaða herforingjum og lögregluliðum til að stýra landinu.[8]

Stjórnlagadómstóllinn bað Randrianirina formlega um að fara með völd forseta Madagaskar til bráðabirgða sem „formaður forsætisnefndar til endurstofnunar Lýðveldisins Madagaskar“ sama dag.[2]

Þann 15. október var tilkynnt í madagaska ríkissjónvarpinu að Randrianirina yrði svarinn í embætti sem „forseti endurstofnunar Lýðveldisins Madagaskar“ á fundi stjórnlagadómstólsins.[9] Hann sór embættiseið sama dag.[10]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1 2 3 „Who is Madagascar's new military ruler Michael Randrianirina?“. Reuters. 15 október 2025.
  2. 1 2 „Décision n°10-HCC/D3 du 14 octobre 2025 concernant une requête aux fins de résolution sur une sortie de crise politique“ (franska). 14 október 2025. Sótt 14 október 2025.
  3. „Military colonel announces that the armed forces are taking control in Madagascar“. The Atlanta Journal-Constitution. Sótt 14 október 2025.
  4. „AFFAIRE D'INCARCÉRATION – Des Antandroy élèvent la voix sur le cas Randrianirina“. L'Express de Madagascar (franska). 5. desember 2023. Sótt 14 október 2025.
  5. „Who is Michael Randrianirina, the colonel who toppled Madagascar's president?“. France 24 (enska). 15 október 2025. Sótt 15 október 2025.
  6. „CONJONCTURE – L'armée entre en scène“. L'Express de Madagascar (franska). 13 október 2025. Sótt 14 október 2025.
  7. Lovasoa, Rabary (14 október 2025). „Madagascar's military takes power, fleeing president impeached“. Reuters.
  8. „Madagascar protests: Army takes charge after president flees“. DW (enska). Sótt 14 október 2025.
  9. „AU suspends Madagascar as military leader to be sworn in as president“. Al Jazeera. 16 október 2025. Sótt 16 október 2025.
  10. „Military leader sworn in as Madagascar's new president“. Al Jazeera.