Mið-Afríkutími
Útlit

Mið-Afríkutími (enska: Central Africa Time eða CAT) er tímabelti sem er notað í miðhluta Afríku.[1] Það er tveimur klukkutímum á undan UTC (UTC+02:00) sem er sami tími og er notaður í Austur-Evróputíma (EET) um veturna, og Sumartíma Mið-Evrópu (CEST).
Þar sem þessi tími er mest notaður í hitabeltinu er lítill munur á lengd dags yfir árið og er þar með ekki notast við sumartíma.
Mið-Afríkutími er tímabelti fyrir eftirfarandi lönd:
Botsvana
Búrúndí
Esvatíní (sem Staðartími Suður-Afríku)
Lesótó (sem Staðartími Suður-Afríku)
Líbía (sem Austur-Evróputími)
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (austurhluti)
Malaví
Mósambík
Namibía
Rúanda
Sambía
Simbabve
Súdan
Suður-Afríka (sem Staðartími Suður-Afríku)
Suður-Súdan
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Central Africa Time – CAT Time Zone“. Time and Date (enska). Sótt 4 febrúar 2024.