Merkingarvefur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merkingarvefur er hugtak yfir frekari þróun eða viðbót við veraldarvefinn þar sem tölvubúnaðurinn leggur merkingu í gögn sem berast frá notandanum.[1] Þróun merkingarvefsins er nokkuð á veg komin en enn er talsvert í land. Skilgreiningarvinna á stöðlum tengdum merkingarvefjum á sér nú stað hjá W3C-samtökunum sem vinna að tæknistöðlum fyrir veraldarvefinn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Tölvuorðasafnið: Merkingarvefur“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. ágúst 2014. Sótt 17. nóvember 2010.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.