Menntaskólaselið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Menntaskólaselið er skáli við Reykjakot í Ölfusi ofan við Hveragerði sem Menntaskólinn í Reykjavík hefur til umráða. Húsið var reist á árunum 1937 til 1938 að frumkvæði Pálma Hannessonar rektors og sinntu nemendur stórum hluta byggingarinnar í sjálfboðavinnu. Vonir stóðu til að skálann mætti nýta til skíðaferða, en skíðabrekkur í grennd við hann stóðu ekki undir væntingum, hins vegar hefur skálinn verið vinsæll fyrir hvers kyns skemmtiferðir nemenda og í seinni tíð til útikennslu.

Byggingarsaga[breyta | breyta frumkóða]

Á árinu 1937 kom Pálmi Hannesson að máli við Kristinn Vigfússon smið og fékk hann til að reisa sel fyrir Menntaskólann í Reykjavík. Var það stór timburbygging upp á tvær hæðir með stórum stofum og samkomuskálum á neðri hæðum en svefnherbergjum á efri hæð. Byrjað var að grafa fyrir grunninum af hópi nemenda í 6. bekk í september sama ár. Var verkið að miklu leyti fjármagnað með söfnunum nemenda og styrkjum frá velunnurum.

Óljóst er hver teiknaði Menntaskólaselið, en líkur má leiða að því að sú vinna hafi farið fram á embætti Húsameistara ríkisins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Menntaskólaselið við Reykjakot í Ölfusi", Morgunblaðið, 13. ágúst 2006“.