Megindlegar rannsóknir
Útlit
(Endurbeint frá Megindlegar rannsóknaraðferðir)
Megindlegar rannsóknir eru rannsóknir sem byggjast á tölulegum gögnum og eru mikið notaðar í félagsvísindum. Megindlegar rannsóknaraðferðir felast til dæmis í notkun spurningalista sem lagður er fyrir úrtak þess hóps sem ætlunin er að alhæfa um. Þær henta vel til að fá yfirlit yfir tiltekið svið, um viðhorf eða hegðunarmynstur. Megindlegar aðferðir hafa það fram yfir eigindlegar aðferðir að hægt er að alhæfa um það þýði sem er til rannsóknar ef rannsóknin er rétt unnin. Gagnasöfnun fyrir megindlega rannsókn getur til dæmis farið fram með símakönnun, netkönnun, póstkönnun, vettvangskönnun og heimsóknarkönnun.[1]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Geymt 13 mars 2014 í Wayback Machine, skoðað 16. júní 2014