McDonald's meistaramótið
McDonald's meistaramótið (enska: McDonald's Championship) var alþjóðleg körfuknattleikskeppni karla þar sem lið úr NBA deildinni mætti liðum frá Evrópu, Suður Ameríku og áströlsku NBL-deildinni en auk þess tóku landslið Sovíetríkjanna og Júgóslavíu þátt. Keppnin var hleypt af stokkunum sem McDonald's Open árið 1987 og en endurnefnd sem McDonald's Championship árið 1995. Meistarar FIBA EuroLeague tóku þátt í keppninni frá þriðju útgáfu hennar árið 1989, en NBA meistararnir tóku þátt frá árinu 1995 og til loka keppninnar árið 1999.[1]
Keppnin fékk mikla athygli fjölmiðla og aðdáenda og var haldin árlega frá 1987 til 1991. Þó að hún hafi verið helgarlangur viðburður á undirbúningstímabil flestra liða í lok október, þá samþykktu bæði FIBA og NBA keppnina formlega sem opinbert meistaramót. Keppnin var ekki haldin árin 1992, 1994 og 1996 vegna þátttöku NBA leikmanna á Ólympíuleikunum og í FIBA heimsmeistarakeppninni, og einnig árið 1998 vegna verkbanns í NBA. Stigahæstur allra tíma í keppninni er Bandaríkjamaðurinn Bob McAdoo sem skoraði 158 stig í tveimur keppnum með Olimpia Milano. Keppnin var ekki haldin eftir 1999 í kjölfar deilna FIBA við hóp af félagsliðum úr EuroLeague deildinni.[1]
Úrslit
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Úrslitaleikir | |||
---|---|---|---|---|
Meistarar | Úrslit | Annað sæti | ||
1987 | ![]() Milwaukee Bucks |
127-100 | ![]() Sovéska landsliðið | |
1988 | ![]() Boston Celtics |
111–96 | ![]() Real Madrid | |
1989 | ![]() Denver Nuggets |
135–129 | ![]() Jugoplastika | |
1990 | ![]() New York Knicks |
117–101 | ![]() POP 84 | |
1991 | ![]() Los Angeles Lakers |
116–114 | ![]() Montigalà Joventut | |
1993 | ![]() Phoenix Suns |
112–90 | ![]() Buckler Beer Bologna | |
1995 | ![]() Houston Rockets |
126–112 | ![]() Buckler Beer Bologna | |
1997 | ![]() Chicago Bulls |
104–78 | ![]() Olympiacos | |
1999 | ![]() San Antonio Spurs |
103–68[2] | ![]() Vasco da Gama |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „L'Open McDonald's Championship, 12 années de succès [1987 – 1999]“. Basket Retro (franska). 23 janúar 2025. Sótt 22 febrúar 2025.
- ↑ „PLUS: N.B.A. EXHIBITION -- MCDONALD'S CHAMPIONSHIP; Duncan Lifts Spurs To Rout for Title“. The New York Times (bandarísk enska). The Associated Press. 17 október 1999. ISSN 0362-4331. Sótt 22 febrúar 2025.