Mayhem er áttunda breiðskífa bandarísku söngkonunnar Lady Gaga. Hún var gefin út 7. mars 2025 af Streamline og Interscope Records. Öll lög plötunnar voru samin af Gaga með upptökustjórum eins og Andrew Watt, Cirkut og Gesaffelstein.
Fyrsta smáskífan, „Disease“, var gefin út 25. október 2024. „Abracadabra“ var gefin út sem önnur smáskífan þann 3. febrúar 2025. Á plötunni má einnig finna lagið „Die with a Smile“, dúett með Bruno Mars, sem kom út í ágúst 2024. Það komst á topp Billboard Hot 100-listans.