Mauri Kunnas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Mauri Kunnas árið 2008

Mauri Tapio Kunnas (fæddur 1. febrúar 1950) er finnskur teiknimyndahöfundur, teiknari og barnabókahöfundur. Hann lauk námi frá Aalto háskólanum í Helsinki árið 1975 og vann sem teiknari á mörgum finnskum dagblöðum. Hann býr í Espoo. Kunnas er þekktur fyrir barnabækur sínar sem hann myndskreytir sjálfur. Þekktustu verk hans eru bókaröðin Koiramäki (hvuttahólar) sem gerist í Finnlandi fyrri tíma. Meðal verka hans er einnig bækur um Riku, Roope ja Ringo sem á íslensku eru kallaðir Olli, Polli og Alli og bækur um finnskan jólasvein Joulupukki. Í sögum Kunnas eru hópar af dýrum í fötum eins og í bókum Richard Scarry. Kona hans, Tarja Kunnas, er aðstoðarmaður hans og litar teikningar hans.

Þessar bækur eftir Kunnas hafa verið þýddar á íslensku:

  • Grímur og gjafirnar tólf. Jólasaga um undirbúning jóla lengst í norðri þar sem jólasveinninn býr. Þorsteinn frá Hamri þýddi.
  • Víkingarnir koma, Sigurður Karlsson þýddi.
  • Sagan af jólasveininum og búálfum hans á Korvafjalli, Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi (Reykjavík: Iðunn, 1982).
  • Börnin á Hvuttahólum koma í bæinn, Álfhildur Álfþórsdóttir þýddi (Reykjavík: Iðunn, 1983).
  • Næturbókin, Þorsteinn frá Hamri þýddi (Reykjavík: Iðunn, 1985).
  • Litríkur dagur, Þorsteinn frá Hamri þýddi (Reykjavík: Iðunn, 1986).
  • Ferð til tunglsins, Þorsteinn frá Hamri þýddi (Reykjavík: Iðunn, 1986).
  • Reikningsveisla (Reykjavík: Iðunn, 1986).
  • Í sjónvarpinu (Reykjavík: Iðunn, 1986).