Mauri Kunnas
Útlit
Mauri Tapio Kunnas (fæddur 1. febrúar 1950) er finnskur teiknimyndahöfundur, teiknari og barnabókahöfundur. Hann lauk námi frá Aalto háskólanum í Helsinki árið 1975 og vann sem teiknari á mörgum finnskum dagblöðum. Hann býr í Espoo. Kunnas er þekktur fyrir barnabækur sínar sem hann myndskreytir sjálfur. Þekktustu verk hans eru bókaröðin Koiramäki (hvuttahólar) sem gerist í Finnlandi fyrri tíma. Meðal verka hans er einnig bækur um Riku, Roope ja Ringo sem á íslensku eru kallaðir Olli, Polli og Alli og bækur um finnskan jólasvein Joulupukki. Í sögum Kunnas eru hópar af dýrum í fötum eins og í bókum Richard Scarry. Kona hans, Tarja Kunnas, er aðstoðarmaður hans og litar teikningar hans.
Þessar bækur eftir Kunnas hafa verið þýddar á íslensku:
- Grímur og gjafirnar tólf. Jólasaga um undirbúning jóla lengst í norðri þar sem jólasveinninn býr. Þorsteinn frá Hamri þýddi.
- Víkingarnir koma, Sigurður Karlsson þýddi.
- Sagan af jólasveininum og búálfum hans á Korvafjalli, Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi (Reykjavík: Iðunn, 1982).
- Börnin á Hvuttahólum koma í bæinn, Álfhildur Álfþórsdóttir þýddi (Reykjavík: Iðunn, 1983).
- Næturbókin, Þorsteinn frá Hamri þýddi (Reykjavík: Iðunn, 1985).
- Litríkur dagur, Þorsteinn frá Hamri þýddi (Reykjavík: Iðunn, 1986).
- Ferð til tunglsins, Þorsteinn frá Hamri þýddi (Reykjavík: Iðunn, 1986).
- Reikningsveisla (Reykjavík: Iðunn, 1986).
- Í sjónvarpinu (Reykjavík: Iðunn, 1986).