Matthildarland
Útlit

Matthildarland (norska: Dronning Maud Land) er um 2,7 milljón ferkílómetra[1] svæði á Suðurskautslandinu sem Noregur gerir tilkall til sem hjálendu.[2] Matthildarland liggur að Breska Suðurskautslandinu við 20. lengdargráðu vestur og Ástralska Suðurskautslandinu við 45. lengdargráðu austur. Að auki innlimuðu Norðmenn árið 2015 lítið landsvæði sem enginn hafði gert tilkall til frá 1939.[3] Matthildarland er staðsett á Austur-Suðurskautslandi, nær yfir um einn fimmta af meginlandinu, og heitir eftir Matthildi Noregsdrottningu (1869–1938).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Minifacts about Norway 2011: 2. Geography, climate and environment“. Statistics Norway. 2011. Sótt 21 ágúst 2011.
- ↑ „Forutsetninger for Antarktistraktaten: Dronning Maud Lands statsrettslige stilling – "utviklingen" frem til 1957“. Norsk Polarhistorie (norska). Afrit af upprunalegu geymt þann 13 maí 2021. Sótt 15 maí 2011.
- ↑ Rapp, Ole Magnus (21. september 2015). „Norge utvider Dronning Maud Land helt frem til Sydpolen“. Aftenposten (norska). Oslo, Norway. Sótt 22. september 2015. „…formålet med anneksjonen var å legge under seg det landet som til nå ligger herreløst og som ingen andre enn nordmenn har kartlagt og gransket. Norske myndigheter har derfor ikke motsatt seg at noen tolker det norske kravet slik at det går helt opp til og inkluderer polpunktet.“