Matthias Gallas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Matthias Gallas - Mynd úr Nordisk familjebok

Matthias Gallas (16. september 158425. apríl 1647) var austurrískur herforingi í her keisarans í Þrjátíu ára stríðinu.

Hann var einn af þeim sem lögðu á ráðin um morðið á Wallenstein 25. febrúar 1634 og stýrði her Wallensteins til sigurs gegn Svíum í orrustunni við Nördlingen. Honum fórst samt illa í síðari bardögum gegn sænska hernum sem þá var undir stjórn Johans Banér, árið 1638. Hann var sendur af Ferdinand III til að aðstoða Kristján IV gegn her Lennarts Torstensons á Jótlandi en Torstenson hrakti hann burt og rak flóttann til Magdeborgar þar sem Gallas lokaðist inni og slapp síðar naumlega með leifar liðs síns. Hann sagði af sér stjórn hersins og lést árið 1647 í Vín vellauðugur af ránsfeng auk þess hluta sem hann fékk af eigum Wallensteins.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.