Martröð á Álmstræti
Martröð á Álmstræti | |
---|---|
A Nightmare on Elm Street | |
Leikstjóri | Wes Craven |
Handritshöfundur | Wes Craven |
Framleiðandi | Robert Shaye |
Leikarar | John Saxon Ronee Blakley Heather Langenkamp Amanda Wyss Nick Corri Johnny Depp |
Kvikmyndagerð | Jacques Haikin |
Klipping | Patrick McMahon Rick Shaine |
Tónlist | Charles Bernstein |
Fyrirtæki | Media Home Entertainment |
Dreifiaðili | New Line Cinema |
Frumsýning | 9. nóvember 1984 |
Lengd | 91 mínútur |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | Enska |
Ráðstöfunarfé | 1.8 milljónir USD |
Heildartekjur | 57 milljónir USD |
A Nightmare on Elm Street (ísl. Martröð á Álmstræti) er hrollvekjumynd frá 1984 sem var samin og leikstýrð af Wes Craven. Með aðalhlutverkin fara Heather Langenkamp, Robert Englund, John Saxon, Ronee Bakley og Johnny Depp (í sínu fyrsta hlutverki í kvikmynd).
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Myndin fjallar um unglingsstúlkuna Nancy Thompson og vini hennar sem eru ásóttir í draumi af Freddy Krueger. Freddy drepur vini Nancyar í draumi með hnífahanska og hefur mátt til þess að stjórna draumum krakkana. Foreldrar Nancyar segja henni að Freddy var barnamorðingi sem myrti yfir tuttugu börn á Álmstræti. Hann var handtekinn en var sleppt. Foreldrarnir á Álmstræti tóku lögin í eigin hendur og brenndu Freddy lifandi inn í skemmunni þar sem hann myrti börnin og Freddy drepur börn foreldrana í draumi til að hefna sín. Nancy ákveður að hún verður að færa Freddy úr draumaheiminum í raunveruleikann til að drepa hann.
Leikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Heather Langenkamp sem Nancy Thompson
- Robert Englund sem Freddy Krueger
- John Saxon sem Don Thompson lögregluforingi, faðir Nancyar
- Renee Bakley sem Marge Thompson, móðir Nancyar
- Johnny Depp sem Glen Lantz, kærasti Nancyar
- Amanda Wyss sem Tina Gray, besta vinkona Nancyar
- Nick Corri sem Rod Lane, kærasti Tinu