Martín de Azpilcueta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Martín de Azpilcueta.

Martin de Azpilcueta (13. desember 1491-1. júní 1586) einnig þekktur sem Doktor Navarrus var spænskur guðfræðingur, sérfræðingur í kirkjurétti og hagfræðingur. Skrif hans og kenningar í hagfræði teljast til kaupauðgisstefnunnar.

Azpilcueta lærði guðfræði í Alcalá, á Spáni og fékk svo doktors gráðu í kirkjurétti í háskóla í Toulouse í Frakklandi. Frá árinu 1524 sat hann sem forstöðumaður kirkjuréttar í Háskólanum í Salamanca. Hann kenndi við Coimbra Háskólanum í Portúgal frá 1538 til 1556.[1]

Við áttræðisaldur fór Azpilcueta til Rómar til að verja vin sinn Bartolomeo Carranza, erkibiskup Toledo, sem hafði verið ákærður af Rannsóknarréttinum. Þó honum hafi mistekist að fá Carranza sýknaðan hlaut hann mikið lof leiðtoga kirkjunnar fyrir þekkingu sína á kirkjurétti. Hann dvaldist í Róm til sín dauðadags og naut virðingar nokkurra páfa. Hann er grafinn í kikjugarði San Antonio de' Portoghesi kirkjunar.[2]

Azpilcueta lagði mikið til kirkjuréttar og er hans frægasta verk Manual de confesores y penitentes (1549). Verkið hefur verið endurútgefið í yfir hundrað útgáfum sem var upprunalega gefið út á spænsku og lagði mikið til siðfræði og kirkjuréttar. Azpilcueta gaf svo út viðauka við bókina og fjallaði einn þeirra um viðskipti, framboð og eftirspurn og peninga. Viðaukarnir hafa verið þýddir yfir á ensku og gefnir út sem On Exchange (2014).[3]

Framlög til hagfræði[breyta | breyta frumkóða]

Azpilcueta er einn af frumherjum peningamagnskenninga, og er af sumum talinn fyrstur til að setja fram bæði kenningar um um tímavirði peninga og peningamagn (e: Time Value of Money og Quantity Theory of Money) árið 1556. Hann benti á að kaupmáttur peninga (verð þeirra) ákvarðaðist af framboði þeirra (peningamagni í umferð). Azpilcueta er því oft skilgreindur sem óháður höfundur peningamagnskenninguna.[4] Árið 1556 lýsti henni svo:

“Að öllu öðru jöfnu, í löndum þar sem mikill skortur á peningum, eru allar söluvörur og jafnvel vinnuafl selt fyrir lægri upphæð en þar sem kappnóg er af peningum. Þetta sést í Frakklandi þar sem meiri skortur er á peningum en á Spáni, að brauð, vín, föt og vinnuafl eru mikils minna virði. Meira að segja á Spáni fyrir uppgötvun Ameríku þá voru vörur og vinnuafl ódýrari en eftir þegar landið fylltist af gulli frá nýlendunum. Ástæðan fyrir þessu er að peningar eru meira virði þar og þegar það er skortur á peningum heldur en ef það er kappnóg af þeim.”[5]

Þó sumir telji Azpilcueta hafa þróað og sett fram kenningu um tímavirði peninga og vara í umfjöllun sinni um vexti og okurlán, telja aðrir að hugmyndir hans séu ekki nægilega skýrar til að hægt sé að rekja uppruna kenningarinnar til hans. Hann var þó einn af fyrstu hagfræðingunum til að benda á að það felst fórnarkostnaður í því að geyma peninga til morguns frekar en að nota þá í dag. Fórnarkostnaðurinn réttlætti vextir.

Skilningur Azpilcueta á tímavirði peninga var aðalega settur fram sem “diversity of time” þar sem hann bendir á að peningar geti haft annað verðmæti í framtíðinni, ýmist meira eða minna, eftir því hvernig aðrar breytur þróast, svo sem peningamagn í umferð, en af því má ráða að hann hafði fyrst og fremst áhuga á peningamagni í umferð, frekar en hreinu tímavirði þeirra.[6]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Martn de Azpilcueta: On Exchange (1556)“, A Source Book on Early Monetary Thought, Edward Elgar Publishing, bls. 105–112, 2020, doi:10.4337/9781839109997.00021
  2. „Martn de Azpilcueta: On Exchange (1556)“, A Source Book on Early Monetary Thought, Edward Elgar Publishing, bls. 105–112, 2020, doi:10.4337/9781839109997.00021
  3. „Martn de Azpilcueta: On Exchange (1556)“, A Source Book on Early Monetary Thought, Edward Elgar Publishing, bls. 105–112, 2020, doi:10.4337/9781839109997.00021
  4. Checkland, S. G.; Grice-Hutchinson, Marjorie (1953-05). „The School of Salamanca. Readings in Spanish Monetary Theory 1544-1605“. Economica. 20 (78): 183. doi:10.2307/2550853. ISSN 0013-0427.
  5. 1943-, Persson, Karl Gunnar, (2015). An economic history of Europe : knowledge, institutions and growth, 600 to the present. Cambridge University Press. ISBN 978-1-107-47938-8. OCLC 1232973568.
  6. Caranti, Pedro J. (1. júlí 2020). „Martín de Azpilcueta: The Spanish Scholastic on Usury and Time-Preference“. Studia Humana. 9 (2): 28–36. doi:10.2478/sh-2020-0010. ISSN 2299-0518.