Mark Carney
Mark Carney | |
---|---|
![]() | |
Forsætisráðherra Kanada | |
Núverandi | |
Tók við embætti 14. mars 2025 | |
Þjóðhöfðingi | Karl 3. |
Landstjóri | Mary Simon |
Forveri | Justin Trudeau |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 16. mars 1965 Fort Smith, Norðvesturhéruðunum, Kanada |
Þjóðerni | Kanadískur |
Stjórnmálaflokkur | Frjálslyndi flokkurinn |
Maki | Diana Fox |
Börn | 4 |
Háskóli | Harvard-háskóli St Peter's College (Oxford) Nuffield College (Oxford) |
Starf | Hagfræðingur, stjórnmálamaður |
Undirskrift | ![]() |
Mark Joseph Carney (f. 16. mars 1965) er kanadískur hagfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur verið forsætisráðherra Kanada frá 14. mars 2025.
Carney var bankastjóri Seðlabanka Kanada frá 2008 til 2013 og bankastjóri Englandsbanka frá 2013 til 2020. Hann tók við Justin Trudeau sem leiðtogi Frjálslynda flokksins þann 9. mars 2025[1] og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra þann 14. mars.[2]
Carney tók við embætti á tíma stirðnandi sambands Kanada við Bandaríkin, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði lagt háa tolla á innfluttar vörur frá Kanada og ítrekað viðrað hugmyndir um að innlima Kanada í Bandaríkin. Við embættistöku sína áréttaði Carney að Kanada yrði aldrei hluti af Bandaríkjunum. Hann fór í fyrstu utanlandsferðir sínar til Frakklands og Bretlands til að styrkja samband Kanada við Evrópu og sagðist aðeins reiðubúinn að funda með Trump ef hann væri reiðubúinn til að virða fullveldi Kanada.[3]
Stuttu eftir embættistöku sína boðaði Carney að þingkosningar yrðu haldnar í Kanada þann 28. apríl 2025, nokkuð á undan áætlun.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hólmfríður Gísladóttir (10. mars 2025). „Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada“. Vísir. Sótt 10. mars 2025.
- ↑ „Carney sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Kanada“. mbl.is. 14. mars 2025. Sótt 14. mars 2025.
- ↑ Hugrún Hannesdóttir Diego (18. mars 2025). „Carney leitast við að styrkja tengsl Kanada og Evrópu“. RÚV. Sótt 17. mars 2025.
- ↑ Þorgerður Anna Gunnarsdóttir (23. mars 2025). „Forsætisráðherra Kanada boðar til kosninga“. RÚV. Sótt 23. mars 2025.
Fyrirrennari: Justin Trudeau |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |
