Marina Abramović
Marina Abramović (serbnesk kýrillíska: Марина Абрамовић, IPA: marǐːna abrǎːmoʋitɕ; fædd 30. nóvember, 1946) er serbneskur konseptlistamaður, gjörningalistamaður,[1] rithöfundur og kvikmyndagerðarkona.[2] Hún fæst við líkamslist, þollist og feminíska list sem fjalla um tengsl flytjanda og áhorfenda, mörk líkamans og möguleika hugans.[3] Abramović hefur talað um sjálfa sig sem „ömmu gjörningalistarinnar“ eftir yfir fjögurra áratuga feril.[4] Hún var frumkvöðull í að gera áhorfendur að þátttakendum í verkum sínum, með áherslu á sársauka, blóð og mörk líkamans.[5] Árið 2007 stofnaði hún gjörningalistastofnunina Marina Abramović Institute.[6][7]
Meðal þekktustu verka hennar eru Rhythm 0 frá 1974 þar sem hún stóð hreyfingarlaus og áhorfendur máttu gera hvað sem þeir vildu við hana með 72 hlutum sem raðað var á borð og vísuðu ýmist í ánægju eða sársauka, Cleaning the Mirror frá 1995 þar sem hún sat og þreif blóðug bein (sem var vísun í borgarastyrjöldina í Júgóslavíu), og The Artist is Present frá 2010 þar sem hún sat hreyfingarlaus við borð og áhorfendum var boðið að skiptast á að setjast gegnt henni. Frá 1976 til 1988 átti hún í nánu sambandi og samstarfi við þýska listamanninn Uwe Laysiepen (Ulay) þar sem verk þeirra snerust oft um mörk sjálfsins og líkamans. Síðasta verk þeirra saman var þolverk þar sem þau gengu eftir Kínamúrnum frá sitt hvorum enda, mættust í miðjunni og sögðu „bless“. Þá var sambandi þeirra í raun lokið nokkru fyrr.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Marina Abramović | Exhibition | Royal Academy of Arts“. www.royalacademy.org.uk. Sótt 27. nóvember 2020.
- ↑ „РТС :: Марина Абрамовић: Ја сам номадска екс-Југословенка!“ (serbneska). Rts.rs. 27. júlí 2016. Sótt 10. mars 2017.
- ↑ Roizman, Ilene (5. nóvember 2018). „Marina Abramovic pushes the limits of performance art“. Scene 360. Sótt 30. júní 2020.
- ↑ Christiane., Weidemann (2008). 50 women artists you should know. Larass, Petra., Klier, Melanie, 1970–. Munich: Prestel. ISBN 9783791339566. OCLC 195744889.
- ↑ Demaria, Cristina (ágúst 2004). „The Performative Body of Marina Abramovic“. European Journal of Women's Studies. 11 (3): 295. doi:10.1177/1350506804044464. S2CID 145363453.
- ↑ „MAI“. Marina Abramovic Institute (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2020. Sótt 28. nóvember 2020.
- ↑ „MAI: marina abramovic institute“. designboom | architecture & design magazine (enska). 23. ágúst 2013. Sótt 28. nóvember 2020.